Meinvill og slúðrið
Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005
31 maí 2006
Vangaveltur
Hér kemur smá yfirlit yfir það sem er að velkjast um í slúðurheiminum þessa dagana. Ég held þetta sé svona ca það helsta, tek fram að þetta eru ekki endilega mínar skoðanir heldur bara það sem er verið að velta sér upp úr. Það er komið eitthvað aðeins meira en ég ætla að setja það í sér póst held ég bara:
Biðtími:
- að biðin fari í 12 mánuði og haldi sér það
- að biðin fari í 12-14 mánuði
- að biðin fari upp í 18 mánuði haldi sér þar í einhvern tíma og fari síðan niður í 12 mánuði
- að biðin fari í 18-24 mánuði en muni á endanum fara niður í 12 mánuði
- að biðin fari nálægt 18 mánuðum hjá þeim sem eru með LID síðasta sumar en fari yfir 18 mánuði hjá þeim sem eru skráðir inn eftir það
Staðreynd: Tíminn hefur verið að lengjast og enginn veit hvenær hann hættir að lengjast.
Birting upplýsinga:
- Það muni taka 3 mánuði að klára júní og síðan fari hlutirnir að ganga hraðar
- Það taki 4 mánuði að klára júní
- Það taki 4 mánuði að klára júní og 3 að klára júlí og hvað svo
- Það taki 3 mánuði að fara yfir alla sumarmánuðina (hvern mánuð)
- Að CCAA fái ákveðið mörg börn á mánuði og hætti þegar þau eru pöruð við foreldra sína hver svo sem dagurinn er (á að skýra fáa daga í hverjum mánuði að undanförnu)
Staðreynd: Það tók 3 mánuði að fara yfir apríl og maí og mun allavega taka 3 mánuði að fara yfir júní þar sem við erum bara komin að 15 (er þegar búið að taka 2).
Ástæður lengingar:
- Miklu fleiri umsóknir vegna þess að Kína var orðið ættleiðingarland númer 1 vegna þess hve biðtíminn er stuttur
- Hunan barnaránsmálið
- Flutningur á nýja skrifstofu
- Þjálfun nýs starfsfólks í kjölfar Hunan málsins
- Færri börn yfirgefin
- Betra efnahagsástand í Kína sem leiðir til fleiri innlendra ættleiðinga
- Neikvætt fyrir Kína að ættleiða svo mörg börn úr landi, vilja breyta ímyndinni
- Kína vill breyta ímyndinni sem land nr 1 í erlendum ættleiðingum og vill gera það fyrir Olýmpíuleikana
Staðreynd: 1. Það eru miklu fleiri umsóknir. Um það eru allir sammála. 2. Hunan hafði mikil áhrif. Frá Hunan koma um 30% allra barna sem fara til ættleiðingar erlendis. Engin börn komu þaðan frá því í desember og þangað til í apríl 3. Flutningar hafa tekið lengri tíma en reiknað var með.
Vangaveltur mínar: Varðandi Hunan. Það er verið að tala um að frá því pappírar berist og þar til þau sömu börn fari í pörun líði nokkrir mánuðir. Þannig að ef Hunan fór að senda pappíra í apríl þá muni þeir fara að hafa áhrif ca í sept/okt. sem ætti að geta orðið til þess að skriður komi á málin.
Hvað gerir CCAA?
- Ekkert
- Vill halda sér í 12 mánuðum
- Setur upp einhver takmörk til að fækka umsóknum
- Tekur inn umsóknir til og með desember 2006 en setji þá stopp í einhvern tíma
- Hefur allt í hægagang þar til ca 2 mánuðum fyrir Olýmpíuleikana stoppar þá í nokkra mánuði. Fer í gang aftur með miklu færri umsóknum og lengri biðtíma
- Hvetur fólk til að ættleiða börn með sérþarfir, þar muni kerfið ganga áfram mjög hratt
Staðreynd: CCAA hefur ekki komið með nein svör. Allar þessar vangaveltur eru tilraunir fólks til að ráða í stöðuna en það er bara CCAA sem veit stöðuna og veit hvernig framhaldið verður.
Breytingar á reglum:
- Harðari reglur varðandi þyngd foreldra
- Harðari reglur varðandi sakaferil
- Harðari reglur varðandi áfengis- og fíkniefnaferil
- Fólk í sértrúarhópum fái neitun
- Ef annar aðili er í hjólastól fá neitun
- Ef fólk hefur glímt við hættulega sjúkdóma verður að líða ákveðinn tími
Staðreynd: Þeir hafa verið að neita fólki sem gæti flokkast undir sértrúarhópa, einnig neitað fólki þar sem annar aðili var í hjólastól og eitt dæmi er um fólk sem var hafnað vegna þyngdar. Annað eru getgátur.
Áhrif á umsóknir í ferlinu:
- Engin, þeir sem eru skráðir inn eru skráðir eftir þáverandi reglum
- Breytingar á reglum hafa áhrif á alla, hvar sem þeir eru í ferlinu
Staðreynd: Í gamla daga (fyrir apríl 2006) voru breytingar á reglum ekki afturvirkar. Enginn veit hver er staðan í dag.
30 maí 2006
Tilkynningar en ekki fréttir
29 maí 2006
CCAA
Ein ástæða lengingar biðtíma
28 maí 2006
18 mánaða biðtími?
Það fer nú alveg að vera spurning um þetta memo frá CCAA en slúðrið segir að það eigi að koma í næstu viku. Auðvitað veit enginn hvað þetta memo á að fjalla um en það væri nú alls ekki óeðlilegt að þeir gæfu eitthvað smá "hint" um hvað þeir telji sjálfir að biðtíminn fari í. Fólk heldur enn dauðahaldi í 12 mánuði og vísar í þetta sem forstöðumaðurinn sagði við verðandi pabbann í Denver(eða hvar sem það nú var) að hann með DesLID skuli reikna með upplýsingum í nóv-jan. En það eru samt æ færri sem trúa þessu ennþá. Fólk er eiginlega frekar að segja þetta svona eins og maður gerir þegar maður neitar að trúa einhverju... "...en hann sagði..." Eflaust er það þess vegna sem CCAA er svona tregt að gefa út upplýsingar. En komm onn það er samt alveg kominn tími á það. Það er eiginlega alveg kominn tími að maður fái að vita svona ca hvort maður sé að fara út á þessu ári eða seint á næsta.
Sumir hafa sagt að við eigum engan rétt á að fá þessar upplýsingar því við eigum engan rétt á að þeir segi okkur neitt. Ég er hinsvegar ekki sammála þessu. Ég tel að um leið og þeir skráðu upplýsingarnar mínar inn í kerfið hjá sér þá gerðum við samning og sem annar aðilinn að þessum samningi þá eigi ég rétt á að fá að vita hvað er að gerast. Hver sé framvindan í mínu máli. En þetta er náttúrulega svona utópíuhugsun því Kína vinnur ekki eftir svona aðferðum. Ég er búin að segja öllum ættingum og vinum að það sé ekki útlit fyrir að við fáum upplýsingar fyrr en í mars á næsta ári og mundum þá vera að fara í vorferð til Kína Jibbíjejæ... (ég er ekki svona kát eins og þetta hljómar). Ég læt fylgja með að auðvitað geti þetta breyst og ég sé alveg tilbúin að fara í næstu viku ef sú staða komi upp (búin með sprauturnar og sit bara og bíð haha) EN í augnablikinu er bara ekki útlit fyrir það! Ég vil ekki flokka þetta undir svartsýnishugsun heldur frekar raunæi en það er smá munur þar á milli þó ekki sé hann mikill.
Hvernig er það með kínverskunámið hópur 16? Við gætum orðið altalandi á kínversu ef við hendum okkur á námskeið núna haha alla vega virðumst við hafa nógan tíma!
26 maí 2006
Erum við öll eins?
Bara smá slúður
Það er mikið rætt um að CCAA sé að fara setja upp nýjar viðmiðunarreglur og partur af því sé þessi frávísun sem getið er um í síðustu færslu. Spurningin er hinsvegar hvenær þeir ætli að birta þessar nýju reglur og hvort þeir ætli að láta þær gilda frá með deginum sem þær eru settar eða hvort þær muni virka afturfyrir sig. Það hefur víst ekki gerst áður að þeir láti reglur virka afturfyrir en það virðist vera sem landslagið sé eitthvað allt annað þessa dagana.
25 maí 2006
Þyngd
Ég veit ekki hverju maður á að trúa. Mér finnst þetta hljóma alveg gjörsamlega ótrúlega. Ef viðkomandi er með læknisvottorð upp á góða heilsu er þá hægt að kjósa að trúa ekki lækninum? Og að fá höfnun í matching room, það er víst eitthvað sem er alveg nýtilkomið. Áður var pottþétt að ef maður komst þangað þá var umsóknin örugg. Þetta er eiginlega bara til þess ætlað að setja meira stress á mann, ekkert annað. Ég var fyrst að hugsa um að sleppa því að skrifa um þetta en ákvað svo að þar sem þetta er í umræðunni á öllum helstu Kínasvæðunum þá þyrfti þetta að vera hér líka svo við séum meðvituð um að allt getur gerst. Persónulega þá er ég farin út að hjóla!
24 maí 2006
PS
Bjartsýni sem lítur út eins og sverasta svartsýni!
Þetta er ekki skemmtileg spá en því miður er útlitið ekki neitt betra en þetta. Hinsvegar er nýtt slúður á floti sem segir að CCAA ætli að fara birta stöðuspár þannig að ef þeir gera það þá vitum við aðeins meira og getum kannski farið að slá tímann fastann. En þangað til verði þið að notast við þetta...
Nýjustu upplýsingarnar
Ég er að spá í að búa til nýja spá á eftir en þarf aðeins að hugsa hana betur. Reyni að setja hana inn eftir hádegi.
23 maí 2006
22 maí 2006
Nú fer spennan að vaxa
- Til og með 15 júní
- Til og með 20 júní
- Eitthvað fram í júlí
Þriðja væri best, lang,lang best en miðað við undanfarna mánuði frekar ólíklegt samt. Það munar þremur vinnudögum á 1 og 2. Það er ekki mikið en samt þrír dagar.
Fólkið sem er að fá ferðaleyfin sín núna er að fá þau rétt rúmum þremur vikum eftir að upplýsingar bársut þeim. Það er mjög stuttur tími skilst mér og eiginlega hálfundarlegt hvað það virðist taka stuttan tíma þegar biðin eftir upplýsingunum hefur verið að lengjast von úr viti. En það er auðvitað sitthvor deildin sem sér um þessa hluti og eflaust margt annað sem kemur inn í þetta.
Smáupdate frá RQ. Þar er einhver með LID 30.júní sem fékk þær upplýsingar að ef næstu upplýsingar næðu til 18 eða 20 júní þá fengju þau upplýsingarnar sínar næst en ef upplýsingarnar næðu aðeins til 15 þá skyldi hún reikna með tveimur mánuðum til viðbótar. Sem sagt ef upplýsingarnar ná aðeins til 15 þá getum við reiknað með að þeir fari yfir júní á fjórum mánuðum í stað þeirra þriggja sem allir eru að reikna með núna. Hvar endar þetta eiginlega?
19 maí 2006
Jákvætt slúður svona inn í helgina
Það er ekki víst að þetta sé neitt sem er neitt að marka, en mikið rosalega er gott að hafa eitt jákvætt slúður svona rétt fyrir helgina. Ég ætla að trúa því svona rétt þangað til ég heyri enn eitt neikvætt.
Sem sagt algjört slúður og algerlega á slúður formi (einhver sem þekkir frænku einhvers sem er bróðir Jónu sem Hildur þekkir..eða þannig):
Einhver sem er með 5júlíLID fékk þær upplýsingar frá sínu umboði að CCAA væri vonandi að senda upplýsingar yfir stærri hóp en áður var talið. Umboðið taldi sig ekki geta sagt hvenær lokadagsetningin væri en var vongott um að þetta fólk væri í þeim hópi!!!!
Já já ég veit..þetta er mjög loðið, ekki nafn á umboðinu eða staðsetning og allt það en mig vantaði svona jákvæðar fréttir rétt fyrir helgina ;)
Same old...
RQ vitnar í grein frá evrópsku umboði þar sem talað er um að CCAA vilji halda tímalengdinni í 11-12 mánuðum (ekkert nýtt þar) og síðan tala þeir um að aldur barnanna komi ekki til með að breytast neitt en fólk verði að gera sér grein fyrir að það geti fengið barn sem er eldra en það sem þau biðja um. Mér skilst nú að þetta eigi frekar við USA þar sem flest Evrópulöndin (alla vega norðurlöndin) eru komin með þá skilmála að sækja um 0-24 mánaða. Kanarnir eru hinsvegar að sækja um 0-6 mánaða sem ég skil nú ekki alveg því mér hefur alltaf skilist að ekki sé leyft að ættleiða börnin fyrr en að undangengnum einhverjum mánuðum þar sem auglýst er eftir foreldrum eða öðrum ættingjum og börnin því alltaf orðin eldri en 6 mánaða.
Sá hins vegar voða sæta skýringu í einu bréfi. Þar er verið að tala um aldur barnanna og konan sem um ræðir hafði fengið 17 mánaða barn. Hún sagði að jú víst hefði hún misst af fyrstu skrefum barnsins síns en það væru svo mörg önnur fyrstu skref sem hún hefði fengið að upplifa að hún væri alveg sátt. Mér fannst þetta vel að orði komist ;)
18 maí 2006
Samantekt
OK ég veit ekki með þetta franska slúður. Hvar er t.d Nov LID?? Það erum við í hópi 16. Erum við þá á mörkunum? Málið er hins vegar að mér skilst að CCAA gefi ENGUM upplýsingar. Þær upplýsingar sem eru taldar koma frá CCAA eru þá frekar frá einhverjum starfsmönnum en ekki opinberar yfirlýsingar. Þannig að þeir eru í rauninni bara að giska á þetta alveg eins og við hin. Kanarnir eru afskaplega æstir yfir þessu öllu og eru farnir að skoða önnur lönd til að athuga með biðtíma þar en mér sýnist á því sem þeir eru að bera saman að það sé nú ekki alltaf eins flott og það lítur út fyrir. 2-5 mánaða biðtími sem er talinn eðlilegur í einu landi hefur teygst upp í 1,5 ár vegna einhverra lögfræðilegra álitamála og allan tímannn bíður fólkið og er komið með upplýsingar með mynd og allt. GOSH held það sé þá betra að bíða og sjá til. Ekki það að við gætim skipt (eða haft áhuga á því) ef sú staða kæmi upp.
En til að gera langa sögu stutta þá er svartsýni ríkjandi í slúðurheiminum, svona almennt. Ég er hinsvegar bjartsýn í dag og ætla að halda mig við 12-14 mánaða tímann. Ættum kannski að fara að skoða þessar jólakanaríferðir sem við vorum að ræða um síðustu helgi hehe
ps..hver hefði trúað að það kæmi að því að ég segist vera bjartsýn með 12-14 mánaða bið eftir upplýsingum? Svona breytist þetta eftir hægðum og lægðum... ;)
17 maí 2006
Og þá kom að slæma slúðrinu...
Úrdráttur:
1. Umsagnir hafa dregist á langinn vegna fjölda umsókna á síðasta ári (2005). 10.000 umsóknir komu fyrir það ár (hvað með þessar 21.000 sem alltaf er við að vitna í??)
2. CCAA getur aðeins afgreitt milli 7-800 á mánuði. Þess vegna hefur hægst á heildarferlinu því það koma um 2000 umsóknir á mánuði.
3. Ef þessu heldur áfram telur CCAA að bið eftir upplýsingum geti farið í 18 mánuði og jafnvel lengur.
4. CCAA vill þó taka fram að þrátt fyrir endurtekinn orðróm um að þeir séu að fara að loka á ættleiðingar þá sé það alls ekki rétt, þeir muni halda áfram bara á lengri tíma en áður.
Hvaða bull er þetta????? hvað með 12 mánuðina sem slúðrið segir að þeir vilji halda??? Og af hverju eru þetta upplýsingar sem Spánverjar eru einir með? Afhverju eru ekki stóru umboðin í USA með þetta ef þetta er rétt?
Eigum við ekki bara að taka þetta sem "worst case scenario"?? Alla vega þangað til við sjáum næstu upplýsingar?
Hinsvegar er eitt sem við vorum að ræða nokkrar í gær. EF og það er EF það er rétt að þeir eru að fá whatever margar umsóknir umfram það sem þeir geta afgreitt þá liggur það í augum uppi að afgreiðslutími umsókna fer framúr 12 mánuðum. það er náttúrulega bara einföld stærðfræði að reikna það út. Ef það eru 21.000 umsóknir á 12 mánaða tímabili en afgreitt bara 13.000 (eða hvaða tölur sem þetta nú eru) þá er það auðsjánlegt að það sem fer umfram ársafgreiðslu hlýtur að bíða lengur en 12 mánuði.
Og ég sem var svo glöð og bjartsýn í morgun. Var næstum hætt við þessa bölsýnisspá okkar 16 hóps að við færum ekki fyrr en í mars.. en samkvæmt þessu...
Allt við það sama
CCAA er hinsvegar með nýja tilkynningu á heimasíðunni sinni (16. maí) og ég átta mig ekki á því hvort hún er slæm eða ekki: ...that chest X-ray examination should no longer be included to the regular physical examination items of the adopted children. Therefore, the CCAA cancels the chest X-ray examination as the regular physical examination item of the adopted children.
Sem sagt röntgenmyndatökur eru ekki lengur hluti af tiltekinni læknisskoðun ættleiddra barna. Nú verðið þið eiginlega að kommentera á þetta sem vitið meira en ég. Er þetta gott eða slæmt?
16 maí 2006
Ekki mikið en samt eitthvað
Annað slúður er frá Kanada. Þar er fólk mikið að spá í að skipta yfir í SN (special need) ættleiðingu. Þar var fólki með LID í desember 2005 ráðlagt að skipta ekki á þessu stigi því það tæki 6-8 mánuði að fá SN barn og þau væru því betur sett í röðinni sem þau eru í núna. Þetta hefur verið túlkað sem svo að CCAA séu að reyna að halda sig við 12 mánaða biðtímann sem er líka bara nokkuð jákvætt.
15 maí 2006
Draumar og draumráðningar
Hópur 16 hittist um helgina og tók stöðu á málunum. Við vorum mjög yfirveguð og raunsæ og reiknum því með að fara ekki út fyrr en á nýju ári (en ef draumurinn rætist gæti það breyst hehe). Við erum hinsvegar tilbúin núna!
Vonandi get ég sett inn eitthvað almennilegt slúður í dag.
13 maí 2006
Fjöldi barna frá Kína
Fólk er enn að ræða mögulega seinkun og það er búið að vera hræðsluáróður í gangi um að biðin komi til með að fara upp í 22 mánuði og að sept/ágúst eigi ekki að reikna með upplýsingum fyrr en í nóv/des. Persónulega held ég að þetta sé rugl því til þess að þetta gerðist þyrfti að koma nokkrir mánuðir með bara viku upplýsingaskammti (eins og hefur verið að gerast en er vonandi að breytast). Mér sýnist á könnunum RQ að júlí/ágúst/september séu frekar litlir mánuðir (tiltölulega fáar umsóknir) þannig að afhverju ætti það ekki að ganga smurt og fljótt fyrir sig? það er ekki fyrr en kemur að nóvember (stuna) sem virðist sem enn einn risa mánuðurinn sé á ferðinni og svo mars á næsta ári.. hann lítur út fyrir að vera HUGES.
Það er samt merkilegt hvað það er lítið búið að vera um slúður. Flestir tala um að næstu upplýsingar ættu að ná yfir LID20 júní.
11 maí 2006
Skýrsla CCAA
Þeir segja þarna að þeir hafi lokið við að meta öll erlendu umboðin vegna ársins 2005 og fari þar eftir reglum CCAA Provisional Regulations and Requirements to Foreign Adoption Agencies Regarding International Adoption thru China.
132 umboð voru metin í eftirfarandi sex flokkum:
1. Nákvæmni umsóknar
2. Mat félagsráðgjafa (home study)
3. Skýrslum sem eiga að berast til CCAA eftir að ættleiðingu er lokið
4. Ættleiðingarferlið
5. Ættleiðingar á börnum með sérþarfir
6. Meðhöndlun þóknunar
Flest umboðin voru að fara eftir öllum reglum sem CCAA setur og sumir voru að fara fram úr væntingum. Þó eru 17 umboð sem uppfylla ekki það sem til þarf. Ef það gerist þrjú ár í röð (og árið 2005 er talið með) þá fellur niður leyfi þeirrar stofnunar til að ættleiða börn frá Kína. Í framtíðinni ætlar CCAA að birta útkomuna úr þessu mati á heimasíðu sinni og benda fólki að sækja um hjá umboðum sem eru að gera góða hluti.
Mér finnst þetta soldið athyglisvert. Þeir birta ekki niðurstöður ársins 2005 á heimasíðunni en segjast munu gera það frá og með næsta ári. Þetta bendir nú bara til eins og það er að þeir eru ekki að hætta erlendum ættleiðingum í bráð (það er búinn að vera þó nokkur taugatitringur á Netinu um það og er það byggt á hægagangi síðustu mánaða). Þarna eru þeir að reyna að vera aðeins gengsærri en þeir hafa verið. Persónulega finndist mér að þeir gætu þá líka birt fjölda umsókna í hverjum mánuði á síðunni sinni en ég veit að það er til of mikils mælst því þetta er hápólitískt mál og alls ekki svona einfalt eins og mér finnst það vera. Enda er ég ekki alveg hæf til að meta það þar sem ég er að bíða með öndina í hálsinum eftir mínu barni.
En þetta sýnir þó að við sem fáum börnin okkar verðum að vera dugleg að standa við okkar þátt sem er t.d. að skila þessum eftirskýrslum sem eiga að koma einhverjum mánuðum eftir að börnin koma heim. Það getur haft áhrif á mat ársins ef við skilum ekki á réttum tíma. Ég sá smá klausu á einum stað þar sem segir að búið sé að breyta þessum skýrsluskilum þannig að fyrsta skýrslan eigi að koma strax eftir heimkomu. Hefur einhver heyrt eitthvað um það? Fyrsta skýrslan hefur verið sex mánuðum eftir heimkomu. En ég þarf nú svo sem ekki að hafa áhyggjur af þessu strax... fyrst er nú að fá barnið hehe
Fjölskylda sem við þekkjum?
10 maí 2006
Hvernig gengur umsóknunum?
Ég fann þessar upplýsingar um daginn og fannst þær áhugaverðar. Þetta er frá Childrens Hope International og var birt í mars 2006. Ég reikna með að okkar pappírar fari svipaða leið í gegnum kerfið.
1. CHI Beijing skrifstofan fer með umsóknirnar til CCAA (í okkar tilfelli fara þeir eflaust beint til CCAA).
2. Umsóknirnar berast CCAA administration skrifstofunni og það getur liðið allt að því mánuður þar til þær eru skráðar inn. Um leið og búið er að skrá umsóknina fær hún LID nr og biðin hefst formlega.
3. Umsóknin bíður eftir að byrja í ferlinu og er það um það bil 3-4 mánuðir í dag.
4. CCAA administration skrifstofan sendir umsóknirnar yfir í Bridge of Love (BLAS) þar sem þeir fara yfir þýðinguna á skjölunum. Þetta getur tekið 2-3 mánuði.
5. Umsóknir fer í Department I í skoðun. Getur tekið 1-2 mánuði.
6. Umsóknir sendar áfram til Department II í pörun. Þetta getur einnig tekið 3-4 mánuði. Umsóknirnar eru paraðar nokkrum vikum áður en þær fara á stig 7.
7. Tilvísunin (referral) er sent yfir í Administration skrifstofuna til undirskriftar af yfirmönnum CCAA og síðan sent til CHI (í okkar tilfelli er það auðvitað ÍÆ). Þetta getur tekið nokkrar vikur.
8. Þú færð tilvísunina – gleðidagurinn mikli. Þú kemur samþykkinu til baka til CCAA (eða til ÍÆ og þeir koma því áfram??).
9. CCAA sendir þér ferðaleyfi (travel approval = TA) um að koma til Kína til að ná í barnið. Þetta tekur um það bil mánuð.
10. Ferðalagið til Kína hefst til að ná í barnið og ljúka ættleiðingarferlinu. Þetta er ca 6-8 vikum eftir að tilvísunin hefur borist.
Núverandi biðtími frá LID til tilvísunar er 10-12 mánuðir.
Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta áhugavert. Ekki verra að vita ca hver gangurinn er. Hjá okkur í hópi 16 erum við ábyggilega á stigi 5 meðan hópur 15 er eflaust á stigi 6. Hljómar þetta ekki bara nokkuð sennilega. Þá erum við allavega hálfnuð í gegnum ferlið og það er frábært. ;)
09 maí 2006
Meira varðandi lengd biðtímans
RQ segir frá fundi sem var haldinn í evrósku umboði þar sem mættir voru verðandi foreldrar og þeim var sagt að vegna uppákomunnar í Hunan hefði mjög margt í starfsháttum CCAA verið breytt. Þeim var sagt að biðin væri 12 mánuðir og gæti aukist. Þeim var einnig sagt að CCAA væri að fá mjög mikið af upplýsingum um heilbrigð börn (og það stangast á við fyrri upplýsingar sem segja að börnum hafi fækkað en ég held líka að það sé kjaftæði, þeim hefur ekki fækkað) og það gæti vegið upp á móti lengd biðtímans. Annar fundur var haldin á öðrum stað og þar var foreldrum sagt að margir stjórar hefðu verið látnir fjúka og þjálfun hinna nýju hefði tekið lengri tíma en reiknað var með því allir vildu jú hafa þessa hluti á hreinu þannig að ekki kæmi upp annað svona mál. Hinsvegar var sagt á þessum fundi að málin gætu farið að ganga hraðar fyrir sig strax í ágúst (það væri náttúrulega óskandi en miðað við stöðu fyrri mánaða held ég að það sé ekki vert að leggja of mikinn trúnað á þetta, held þetta sé frekar svona í "óska" stíl frekar en staðreyndastíl).
Þetta er nokkuð sem ég var búin að sjá annarstaðar líka, þetta með Hunan og nýja starfsmenn sem hefði þurft að þjálfa upp. Það virðist því sem Hunan hafi verið að hafa miklu meiri áhrif en áður hefur verið talið. Hinsvegar er það svo sem ágætt líka því það er jú hræðilegt þegar upp koma svona mál og fólk fer að hafa áhyggjur af því að börn þeirra séu kannski börn sem hafi verið rænt af sínum foreldrum og seld til barnaheimilisins. Alla vega vil ég frekar bíða nokkrum mánuðum lengur og vera eins viss og hægt er um að allt sé löglegt og ekki sitji einhverjir í sárum yfir barninum sínu.
08 maí 2006
Ekkert að frétta enn
Í lok þessarar viku gæti slúðrið byrjað að fara af stað aftur, þá er mánuðurinn hálfnaður og ef upplýsingar eru að koma á svipuðum tíma og síðast þá er það í kringum 24-26 maí.
05 maí 2006
Hvað er Guānxi?
Varðandi ættleiðingarmálin þá er það minn skilningur að það sé ekki endilega stærð ættleiðingarumboðsins eða fjöldi barna sem ræður hvort viðkomandi eiga gott Guānxi. Nei það fer alveg eftir því hvernig samband hefur myndast milli Kínverja og þeirra sem þeir eiga í viðskiptum við. Þeir kjósa að eiga í persónulegum viðskiptum og vilja þekkja þann sem þeir eiga við. Ég reikna með að það sé partur af heimsókninni um daginn, að koma á persónulegum samböndum.
Guānxi þarf þó ekki endilega að vera tengt peningum. Þú getur átt gott Guānxi hjá Kínverja ef þú umgengst hann af virðingu meðan aðrir sýna honum óvirðingu. Einnig getur gott Guānxi skapast af því að standa saman þegar tímarnir harðna. Að gefast ekki upp hver á öðrum. Þannig getur Guānxi tekið á sig margar myndir og er alls ekki litið á það sem einhverskonar mútufyrirbæri. Þetta er viðurkennt í kínverskri menningu og menn leggja oft nokkuð á sig til að tryggja sér gott Guānxi.
heimild
04 maí 2006
Tek það til mín
Það eru í rauninni ekki neinar fréttar síðan í gær, þó eru þrennar upplýsingar á síðunni hjá RQ:
- Stórt umboð í USA hefur sagt að þeir sem eru með 20 júní LID skuli ekki reikna með upplýsingum fyrr en síðast í júní eða fyrst í júlí.
- Lítið eða miðlungs stórt umboð (USA)er að segja sínu fólki að þeir reikni með að næstu upplýsingar nái til 18-21 júní (einhverstaðar á milli þessara dagsetninga) og síðan reikni þeir með að CCA fari að birta fulla mánuði aftur, ekki bara nokkra daga eins og hefur verið undanfarna mánuði.
- Velþekkt umboð (USA) hefur sagt við júní 29LID að þeir séu vongóðir um að þeir fái sínar upplýsingar í lok júní.
Ok. þetta er alveg í takt við ágiskunarblaðið hér neðar á síðunni. Ég giskaði þar á að næstu upplýsingar næðu til 17 júní og í lok júní mundu koma upplýsingar fyrir restina af júní og síðan mundu þeir hoppa yfir í fulla mánuði. Það væri alveg brilljant bara. Auðvitað væri best ef þeir mundu skella sér á tvo mánuði í einu en hey.. einn mánuður er alveg flott bara ef þeir gætu haldið sér við það ;). Það þýðir að við erum pottþétt með jólabörnin okkar en þetta eru jú bara ágiskanir svona ennþá.
03 maí 2006
Ekkert nýtt að frétta
Fólk er áfram að velta sér upp úr því hvers vegna hefur verið að hægjast svona mikið á upplýsingastreyminu en skoðanirnar eru eins margar og fólkið sem segir þær. Við erum búin að velta okkur svo mikið upp úr því að ég er ekkert að spá í það núna. RQ er með heilmikið af spekúlasjónum varðandi stærð mánaðanna og mér sýnist að nóvember sé mun stærri mánuður en október sem er held ég ágætt fyrir okkur sem erum um miðjan mánuðinn. Held ég sko. Sýnist líka að júlí og ágúst séu ekkert rosa stórir sem er auðvitað gott fyrir ágústhópinn okkar ;) Hinsvegar virðist mars á næsta mánuði ætla að verða HUGES. Veit einhver hvenær næsti hópur frá Íslandi er með LID? (fyrsti hópur ársins 2006 væntanlega).
Í næstu viku fer ábyggilega að myndast slúður um það hversu langt inn í júní við náum næst eða hvort það verður allur mánuðurinn.