Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

16 maí 2006

Ekki mikið en samt eitthvað

Það er ekki mikið slúður á ferðinni en samt eitthvað. Fólk virðist enn halda fast í það að næstu upplýsingar verði til 20 júní EN það eru þó nokkrir sem reikna með að í næsta mánuði þá fái 15Júli LID upplýsingar. Ég fékk smá taugaveiklunarkipp í hjartað þegar ég sá það...því það mundi þýða að mjög líklega fengi ágústhópurinn sínar upplýsingar í júlít... en þetta er náttúrulega algerlega í slúðurformi á þessu stigi. Kemur frá Bretlandi og konan sem póstaði þetta segist halda að umboðið hennar hafi kannnski verið að segja bara það sem þau vildu heyra.. en hver veit. Þetta er allavega jákvæðasta slúður sem ég hef heyrt lengi ;)

Annað slúður er frá Kanada. Þar er fólk mikið að spá í að skipta yfir í SN (special need) ættleiðingu. Þar var fólki með LID í desember 2005 ráðlagt að skipta ekki á þessu stigi því það tæki 6-8 mánuði að fá SN barn og þau væru því betur sett í röðinni sem þau eru í núna. Þetta hefur verið túlkað sem svo að CCAA séu að reyna að halda sig við 12 mánaða biðtímann sem er líka bara nokkuð jákvætt.