Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

09 maí 2006

Meira varðandi lengd biðtímans

Það er ennþá mjög misjafnt hvað ættleiðingarumboðin eru að gefa upp langan biðtíma og hvers vegna þau halda að tíminn sé að lengjast. Þetta virðist vera soldið mismunandi eftir löndum og virðast Kanada og Svíþjóð gefa upp lengsta tímann eða allt að 18 mánuðum. Aðrir halda sig við 10-12 mánuði og fara kannski upp í 14 mánuði.

RQ segir frá fundi sem var haldinn í evrósku umboði þar sem mættir voru verðandi foreldrar og þeim var sagt að vegna uppákomunnar í Hunan hefði mjög margt í starfsháttum CCAA verið breytt. Þeim var sagt að biðin væri 12 mánuðir og gæti aukist. Þeim var einnig sagt að CCAA væri að fá mjög mikið af upplýsingum um heilbrigð börn (og það stangast á við fyrri upplýsingar sem segja að börnum hafi fækkað en ég held líka að það sé kjaftæði, þeim hefur ekki fækkað) og það gæti vegið upp á móti lengd biðtímans. Annar fundur var haldin á öðrum stað og þar var foreldrum sagt að margir stjórar hefðu verið látnir fjúka og þjálfun hinna nýju hefði tekið lengri tíma en reiknað var með því allir vildu jú hafa þessa hluti á hreinu þannig að ekki kæmi upp annað svona mál. Hinsvegar var sagt á þessum fundi að málin gætu farið að ganga hraðar fyrir sig strax í ágúst (það væri náttúrulega óskandi en miðað við stöðu fyrri mánaða held ég að það sé ekki vert að leggja of mikinn trúnað á þetta, held þetta sé frekar svona í "óska" stíl frekar en staðreyndastíl).

Þetta er nokkuð sem ég var búin að sjá annarstaðar líka, þetta með Hunan og nýja starfsmenn sem hefði þurft að þjálfa upp. Það virðist því sem Hunan hafi verið að hafa miklu meiri áhrif en áður hefur verið talið. Hinsvegar er það svo sem ágætt líka því það er jú hræðilegt þegar upp koma svona mál og fólk fer að hafa áhyggjur af því að börn þeirra séu kannski börn sem hafi verið rænt af sínum foreldrum og seld til barnaheimilisins. Alla vega vil ég frekar bíða nokkrum mánuðum lengur og vera eins viss og hægt er um að allt sé löglegt og ekki sitji einhverjir í sárum yfir barninum sínu.