Þá er að smella sér í spákonugírinn

Núna er hinsvegar komið að því að henda sér í djúpu laugina og vera með hressilega spá. Ég setti hana upp á þremur stigum og í öllum gerði ég ráð fyrir að júní taki þrjá mánuði. Það er það sem stóru umboðin hafa verið að tala um og þegar litið er á fyrstu 6 dagarnir eru komnir þá er það frekar mikil bjartsýni að halda að kerfið hrökkvi í gang og næst komi 24 dagar eða meira.
Fyrst skulum við hins vegar skoða aðeins hvernig upplýsingarnar hafa borist frá 3 sept í fyrra og til gærdagsins þegar síðustu upplýsingar bárust.

Ágiskun:

Þarna geri ég ráð fyrir að júní taki 3 mánuði. Júlí og ágúst virðast frekar litlir í skoðanakönnunum sem ég hef séð hingað og þangað á netinu en samt..ákvað að vera virkilega svartsýn í þriðju ágiskuninni og vona að það sé LANGT frá raunveruleikanum því samkvæmt þeirri spá værum við að fá upplýsingar í janúar á næsta ári sem þýðir að við værum úti í mars eins og hópur 14..ohmægod ég vona að við komust fyrr en það... endilega kommenterið á þetta. Oktober er líka sagður stór svo ég skipti honum í tvennt.RQ er með mjög fræðilega útlistun og umreiknar í prósentur og tölur, ég get bara ekki sett þetta svona fræðilega út og byggi því allt á því sem þegar er komið og svo ágiskunum á stærð hópanna. Mér finnst afskaplega hæpið að við séum að fara fyrr en þessar tölur segja.. hisnvegar er þetta bara ágiskun.
Það er ekki von á neinu nýju slúðri fyrr en eftir ca tvær viku, því það eru almennir frídagar í Kína í næstu viku og svo virðist líka sem það taki slúðurmaskínuna alltaf ca 2 vikur að fara af stað eftir að upplýsingar koma út. En við fylgjumst samt með!
<< Home