Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

10 apríl 2006

Engar fréttir eru góðar fréttir?

Eða hvað? Það eru sem sagt allir að bíða eftir næstu tilkynningu frá CCAA og ekkert staðfest í gangi. Yfirstjórnandinn (hjá CCAA) er þó í einhverri heimsóknarreisu um heiminn þessa dagana því það fréttist af honum í LA með 7 manna sendinefnd í síðustu viku og mér skilst að von sé á þeim til Íslands líka. Og hvaða máli skiptir það? Jú þetta er allt svo flókið, það fara engar tilkynningar út nema þessi umræddi stjórnandi skrifi undir pappírana fyrst. þannig að meðan hann er í USA þá er liðið vonandi að vinna að baki brotnu í Kína til þess að hafa tilbúna pappíra er hann mætir aftur á svæðið haha er ég ekki bjartsýn?

Eitt skemmtilegt svona í lokin. Það er mikið rætt um föt og fatakaup hjá flestum ættleiðingargrúppunum sem ég hef verið að lesa. Allir eru sammála um að það sé auðvelt að missa sig í fatakaupum í Kína því þar sé allt til..NEMA eitt og gott fyrir okkur að vita af því. Samfellur ku ekki vera til þar (kanarnir kalla þetta onesies hlýtur að vera samfellur) þannig að við þurfum að hafa svoleiðis í fórum okkar ;) Þessi frú hér er farin að spá í að rýma einn fataskáp því "dóttirin" í Kína er farin að slaga hátt í foreldrana í fataeign.. eða alla vega tilvonandi föður..hehe og við erum ekki búin að ná fimm mánaða meðgöngu? Hvernig verður þetta í nóvember? Já maður spyr sig og heldur áfram að skoða barnaföt....