Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

27 mars 2006

Sjiiiiitttt

Suma daga rignir inn slúðri meðan aðrir dagar eru mun rólegri. Það allra heitasta kemur frá Hollandi en ég verð að viðurkenna að hollenskan mín er EKKI mjög góð, ég reyndi þó að merast í gegnum síðuna þeirra til að fá staðfestingu á þessum hræðilega orðrómi og þó ég skilji ekki mikið þá skildi ég samt þetta: Hollensku samtökin, Wereldkinderen, heimsóttu CCAA og BLAS núna í mars og birta fréttatilkynningu á heimasíðunni 25.mars fréttin Þeir segja þar eftirfarandi: Eins og staðan er í dag þá berast um 2000 umsóknir á mánuði til Kína (Duidelijk is geworden dat het CCAA maandelijks circa 2000 nieuwe adoptieaanvragen ontvangt uit diverse landen) en börnin sem eru ættleidd erlendis eru um 13.000 á ári (In 2005 zijn voor ongeveer 13.000 kinderen gezinnen in het buitenland gevonden). Þessi tala, 13.000 á ári verði stöðug í bili en muni fækka á næstu árum þar sem fleiri og fleiri börn eru ættleidd innanlands í Kína eftir því sem hagvöxtur eykst hjá þeim. Í dag séu innleiddar ættleiðingar þegar orðnar fleiri en þær sem fara erlendis. og auðvitað eru innlendar ættleiðingar alltaf besti kosturinn fyrir börnin. Þetta muni hafa þær afleiðingar að þar sem fjöldi umsókna eykst en fjöldi barna sé sá sami þá muni biðtíminn aukast (alveg það sama og kemur fram á síðustu bloggfærslu). Í dag sé biðtíminn 11 mánuðir en CCAA búist við að hann fari að lengjast!!!!

Nei nei nei.. ekkis strax plís.. auðvitað er ég bara að hugsa um sjálfa mig þegar ég segi þetta..... Hinsvegar held ég að það sé rétt hjá rumorqueen að það geti ekki verið stöðugt 2000 umsóknir, þetta hlýtur frekar að vera einskonar meðaltal, t.d. ef maí var svona risastór.. eigum við ekki að vona að sumarmánuðurnir séu litlir því þá er fólk í fríum og kannski ekki að sækja um að ættleiða barn? Ég er farin að grípa í hálmstrá. Það verður hinsvegar spennandi að sjá hvort Spánn fær svar við sinni fyrirspurn og hvort hún stemmir við þessa hollensku. Ef svo er þá getum við bara farið að panta okkur ferðir til Spánar í sumar og helgarferðir til einhverrar borgar í haust.. og búa okkur undir Kínaferð eftir áramót hehe mér er ekki hlátur í hug.. en svo er eitt.. þetta eru auðvitað allt ágiskanir. Enginn veit þetta fyrir víst nema CCAA og þeir birta ekki þessar upplýsingar neinstaðar. Þannig að hverju er að treysta.. en ef einhver kann hollensku betur en ég þá plís reynið að lesa eitthvað MJÖG jákvætt út úr fréttatilkynningunni þeirra!