Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

22 mars 2006

Blót blót blót

Já nú er ég að blóta. Nota alla vestfirskuna sem ég fékk með móðurmjólkinni. Ég reyni að halda bjartsýninni en og EN það eru búnar að vera rosa umræður í gangi á þessum stöðum þar sem ég er að reyna að hlera upplýsingar og það eru flestir sammála um það að hversu pirrandi sem það er, þá lítur út fyrir að það séu 12 mánuðir sem sé eðlilegur biðtími núna. TÓLF mánuðir. Mér finndist allt í lagi að bíða í 12 mánuði EF ég vissi 100% að það væru 12 mánuðir. Ekki þessar eilífu pælingar um hvað sé að gerast. Ég verð rekin úr vinnunni fyrir hangs og slór ef þessu heldur áfram. Það er eins gott að fara að byrja að plana gott sumarfrí því það lítur allt úr fyrir að sumarfríið líði með okkur ekki á leiðinni til Kína. Ég veit, ég veit... þetta er svartsýnisraus og barlómur en stundum er bara ekki hægt annað. Stundum er bara ekki neitt annað í stöðunni en tuða við sjálfan sig. Ég sá mynd á einhverri amerískri síðu af barnaherbergi sem bíður eftir barninu og fataskápnum sem er orðinn fullur af fötum. Hvernig verður minn fataskápur eftir átta mánuði til viðbótar? Hann verður sko löngu sprunginn og samt er ég að reyna að hemja mig og kaupa bara eina flík í mánuði (nema þegar ég missi mig og kaupi eitthvað eitt lítið sem mig bráðvantar). Næsta vika verður óendanlega lengi að líða meðan beðið er eftir næstu upplýsingum frá Kína, hvort þeir birti bara til loka maí eins og verstu hrakspárnar segja eða hvort það nær fram yfir 10 júní eða lengra....