Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

21 mars 2006

Allt að verða vitlaust: Hverju á að trúa?

Já nú fór slúðrið af stað og nú er allt að verða vitlaust. Það virðast allir vera sannfærðir um að það sé alveg að koma að því að Kína sendi út næsta skammt af upplýsingum; annað hvort alveg síðast í mánuðnum eða fyrstu dagana í apríl. Það er gott og blessað en fólk er að fara á límingunum við að reyna að giska á hverjir komi til með að fá upplýsingar. Það virðist sem umboðið sem alltaf er að tala um að allur júní komi næst sé bara með eina LID dagsetningu í júní og það er 9 júní þannig að það er spurning hvort það sé aftur verið að deila út svona fáum dögum (26maí-9júní).

Spánn á víst að vera með mjög áreiðanlegar upplýsingar og hefur yfirleitt verið mest að marka það sem þeir segja. Hinsvegar segja þeir núna að það verði BARA restin af maí sem komi næst. Það bara getur ekki verið satt, það bara getur ekki verið. Þeir höfðu víst rangt fyrir sér með síðasta slúður (fyrir þann tíma sem ég byrjaði að fylgjast með) og nú er bara að VONA að þeir hafi aftur ragnt fyrir sér.

En skemmtilegar fréttir svona í restina. Það eru víst að berast TA (travel approvals) til þeirra sem fengu upplýsingar 27. feb. Það þýðir að þeir hafa verið örfljótir að vinna úr þeim gögnum og senda leyfin, kannski bara rétt um þrjár vikur. Það þarf að senda svörin til baka til Kína og síðan þurfa þeir að vinna úr þeim og senda þessi TA. Ekki er hægt að panta ferðir fyrr en þessi TA berast til okkar.