Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

06 apríl 2006

Lítið um slúður þessa dagana

Það er eiginlega allt stopp. Það eru eflaust allir að bíða eftir því hvaða upplýsingar birtast næst frá CCAA. Það er endalaust verið að velta sér upp úr hvort biðin sé 12 mánuðir eða fari fram úr því. Og auðvitað veit það enginn með vissu en allir eru auðvitað að vonast eftir því sama: Að biðin verði sem styst.

Þar sem þessar fréttir bárust í gær að óskað hefði verið eftir upplýsingum frá einhverjum með nóvember LID fór af stað umræða í Yahoo grúbbunni um hvað það er sem óskað er eftir aukalega. Og það virðist vera allskonar bull (ef ég má segja svo). Ein kona segir frá því að þegar hún ættleiddi í fyrra skiptið hafi hún verið með tvöfaldan ríkisborgararétt, enskan og kanadískan, og hún hafi sent mynd af enska passanum af því hann var með lengri gildistíma. Það var haft samband við hana og hún þurfti að senda þann kanadíska og tafðist eitthvað út af þessu. Haft var samband við aðra konu af því blóðprufurnar hennar voru eldri en aðrar læknisupplýsingar en þæru samt allar í gildi þegar umsóknin var lögð inn. Í því sambandi hafði umboðið samband við CCAA og skýrði málið og þá var það ekkert mál. Einnig hafa þeir víst samband ef það er eitthvað ósamræmi á tekjublaðinu. Einhver sagði að kannski gerðu þeir þetta bara annað slagið til þess að sýna að þeir færu mjög vel yfir umsóknirnar.

Ég held að við þurfum ekkert að hafa voðalegar áhyggjur af þessu (þó auðvitað maður hafi alltaf áhyggjur þar til allt er komið í gegn).