Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

04 apríl 2006

Spánarslúður

Af einhverjum ástæðum sem ég ekki veit þá þykir Spánn vera mjög áreiðanlegt er kemur að slúðrinu. Þeir voru að senda fólki sem er að bíða þessar upplýsingar núna á dögunum:
Að 900 umsóknir hafi verið skráðar inn í maí (spurning hvort það er bara frá Spánni eða á heimsvísu) og 700 í júní (aftur er það ekki ljóst hvort það er bara Spánn eða heimurinn).
Þeir segja einnig að CCAA vinni á sama hraða og venjulega en tíminn hafi lengst þar sem fleiri fjölskyldur eru að sækja um, börnunum hafi fækkað vegna bætts efnahags og aukinna innlendra ættleiðinga. Þeir biðja fólk að sýna þolinmæði þar sem það líti út fyrir að biðtíminn muni fara upp í 12 mánuði en það sé ljóst fyrir þeim að það sé hámarksbiðtími sem CCAA vilji hafa.

Vúhú Mér finnst þetta góðar fréttir og ég fer glöð inn í þennan dag. Í fyrsta lagi lítur út fyrir að júní sé kannski heldur minni en spádómarnir segja þannig að það ætti vera séns á því að yfirferðin verði minni en þrír mánuðir. og síðast en ekki síst.... að CCAA vilji ekki hafa biðtíma lengri en 12 mánuði.. YES ef það er rétt þá skulum við bara halda okkur við sept-nóv tímann okkar. Best að fara að búa sig undir sprautudruslurnar ;)

Jájá ég veit að þetta er bara orðrómur og enginn veit hver staðan er nema CCAA sjálft.. EN þetta lyfti upp mínum vonum og ég sit hér brosandi aftur á hnakka ;)