GÓÐAR FRÉTTIR LOKSINS
Já ég rakst á góðar fréttir loksins og það er fullyrt að þessar fréttir komi frá einhverjum MJÖG áreiðanlegum aðila með sambönd inn í CCAA. Þetta er á síðunni hjá Rumorqueen og hún segist hafa þurft að endurorða þetta mjög mikið til þess að öruggt væri að enginn gæti komist að því hver hefði sent þessar upplýsingar. En here it goes:
Í þessum upplýsingum kemur fram að CCAA gerir spá fram í tímann um það hversu margar skjalamöppur þeir þurfi frá hverju munaðarleysingjaheimili. Málið er að börnin sem eru ættleidd til erlendra landa (til okkar) þurfa að hafa allt aðrar upplýsingar frá byrjun heldur en þau börn sem ættleidd eru innanlands í Kína. Spáin er byggð á fyrri árum og fylgir þeirri hringrás að suma mánuði er minni eftirspurn og aðra mánuði er meiri eftirspurn. Svo virðist sem CCAA hafi vanmetið hversu margar umsóknir bárust seinni partinn í maí (hvernig áttu þeir líka að geta spáð um það fyrir fram..ég bara spyr) og þess vegna hafi ekki verið sendar fleiri upplýsingar síðast (26-30 maí) þar sem ekki hafi verið tilbúnir pappírar fyrir nógu mörg börn til erlendra ættleiðinga.
Síðan kemur að flutningum CCAA en þeir eru að skipta um húsnæði núna í apríl og það hefur verið að taka mjög mikinn tíma hjá þeim (ég get sko skilið það því fyrirtækið sem ég vinn í flutti fyrir ári í nýtt hús og það tekur tíma). Það er ekki vitað hvenær flutningunum á að vera lokið (ég hafði áður heyrt apríl í því sambandi) en þegar er búið að flytja húsgögnin og tölvurnar og starfsfólkið er byrjað að vinna á nýju skrifstofunni.
Hugleiðing út frá þessu:
Ef CCAA vanmat eftirspurnina ættu þeir ekki að hafa náð í skottið á sér svona í ágúst september kannski? Ég mundi halda það því þessi aðili sem er með þessar upplýsingar segir að hann hafi ekki þá tilfinningu að þeir séu vísvitandi að reyna að hægja á ferlinu. Segir að vísu það væri ekki víst að hann vissi ef svo sé En honum finnist það EKKI vera svo.
Rumorqueen sendi fyrirspurn á hann hvort hann héldi að biðtíminn yrði áfram innan við 12 mánuði og það er spennandi að sjá hverju hann svarar ef hann svarar.
Þetta eru mun betri fréttir en í gær og þær eru í takt við það sem ég hef áður heyrt: að pappírarnir fyrir erlendar ættleiðingar séu mun flóknari en innlendu þannig að það sé ljóst frá byrjun hvort tiltekið barn verði ættleitt erlendis eða innanlands. Og að það sé ekki hægt að kippa inn fleiri börnum til ættleiðingar erlendis nema með einhverjum fyrirvara. Þetta er allt svo flókið fyrirbæri en ég held ég sé að skilja þetta allt betur og betur. Ég verð orðin sérfræðingur í að túlka þessar upplýsingar áður en yfir lýkur thihihi
En mér líður bara miklu betur með þessar fréttir heldur en þessar í gær..phu
Í þessum upplýsingum kemur fram að CCAA gerir spá fram í tímann um það hversu margar skjalamöppur þeir þurfi frá hverju munaðarleysingjaheimili. Málið er að börnin sem eru ættleidd til erlendra landa (til okkar) þurfa að hafa allt aðrar upplýsingar frá byrjun heldur en þau börn sem ættleidd eru innanlands í Kína. Spáin er byggð á fyrri árum og fylgir þeirri hringrás að suma mánuði er minni eftirspurn og aðra mánuði er meiri eftirspurn. Svo virðist sem CCAA hafi vanmetið hversu margar umsóknir bárust seinni partinn í maí (hvernig áttu þeir líka að geta spáð um það fyrir fram..ég bara spyr) og þess vegna hafi ekki verið sendar fleiri upplýsingar síðast (26-30 maí) þar sem ekki hafi verið tilbúnir pappírar fyrir nógu mörg börn til erlendra ættleiðinga.
Síðan kemur að flutningum CCAA en þeir eru að skipta um húsnæði núna í apríl og það hefur verið að taka mjög mikinn tíma hjá þeim (ég get sko skilið það því fyrirtækið sem ég vinn í flutti fyrir ári í nýtt hús og það tekur tíma). Það er ekki vitað hvenær flutningunum á að vera lokið (ég hafði áður heyrt apríl í því sambandi) en þegar er búið að flytja húsgögnin og tölvurnar og starfsfólkið er byrjað að vinna á nýju skrifstofunni.
Hugleiðing út frá þessu:
Ef CCAA vanmat eftirspurnina ættu þeir ekki að hafa náð í skottið á sér svona í ágúst september kannski? Ég mundi halda það því þessi aðili sem er með þessar upplýsingar segir að hann hafi ekki þá tilfinningu að þeir séu vísvitandi að reyna að hægja á ferlinu. Segir að vísu það væri ekki víst að hann vissi ef svo sé En honum finnist það EKKI vera svo.
Rumorqueen sendi fyrirspurn á hann hvort hann héldi að biðtíminn yrði áfram innan við 12 mánuði og það er spennandi að sjá hverju hann svarar ef hann svarar.
Þetta eru mun betri fréttir en í gær og þær eru í takt við það sem ég hef áður heyrt: að pappírarnir fyrir erlendar ættleiðingar séu mun flóknari en innlendu þannig að það sé ljóst frá byrjun hvort tiltekið barn verði ættleitt erlendis eða innanlands. Og að það sé ekki hægt að kippa inn fleiri börnum til ættleiðingar erlendis nema með einhverjum fyrirvara. Þetta er allt svo flókið fyrirbæri en ég held ég sé að skilja þetta allt betur og betur. Ég verð orðin sérfræðingur í að túlka þessar upplýsingar áður en yfir lýkur thihihi
En mér líður bara miklu betur með þessar fréttir heldur en þessar í gær..phu
<< Home