Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

05 apríl 2006

Meira Spánarslúður

Já Spánn er alveg á fullu í slúðrinu núna. Það kom bréf inn á yahoo grúppuna að einhver í hópi með bréfritara hafi verið beðinn um frekari upplýsingar og sá hópur er með LID 08. nóv - sex dögum á undan okkur!!!! Júhú maður bara hættir að þora að blikka (fiðrildaáhrifin sko) með von um að allt sé á fullu ;)

Samkvæmt heimasíðu CCAA er bara búið að skoða ágúst mánuð í review room en síðan erum við að heyra þessar sögur um að löngu sé byrjað á september, nú nýlega á október og svo núna á nóvember. Held að það staðfesti bara þá hugmynd að þeir uppfæri ekki síðuna sína fyrr en allar upplýsingar séu komnar til skila um að allt sé í lagi. Ég hef heyrt hugmyndir að kannski sé ein af ástæðunum fyrir þessu að nokkrir aðilar vinni í review room (hlýtur að vera) og þessir aðilar taki sér bunka af umsóknum, vinni þær og sæki síðan næsta bunka. Fólk sé að vinna misjafnlega hratt því séu sumir komnir inn í nóvember meðan aðrir eru enn að vinna í september, kannski af því að leita þurfi að auka upplýsingum. Hvað veit ég, en þetta hljómar svo sem ekkert ólógískt.. eða hvað finnst ykkur?