Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

20 apríl 2006

Gleðilegt sumar


Já það má segja það, þetta verður gott sumar þó við verðum ekki í Kína. Sigrún spyr um krystalskúluna mína og ég verð að segja eins og er að hún hefur ekki sýnt mikið að undanförnu og ég hef því orðið að treysta á aðrar leiðir :)

Hinsvegar kom póstur á yahoo grúbbuna frá konu sem er að ættleiða í fjórða sinn frá Kína og hún segir að þessi tími sem við séum að upplifa (11-13 mánuðir) séu ekkert óeðlilegir samkvæmt sinni reynslu:
Til Kína í apríl 2001 = bið í 13 mánuði
Til Kína í apríl 2003 = 14,5 mánuði (síðasti hópur fyrir SARS)
Til Kína í des 2004 = Bið í 6,5 mánuði.
Samkvæmt þessu er stutti tíminn meira út úr norminu heldur en árs biðin ;)

Gleðilegt sumar aftur ;))