Önnur samsæriskenning
Í gærkvöldi rakst ég á nýja samsæriskenningu. Ég er búin að skoða hana fram og aftur og ég verð að viðurkenna að hún hljóma ekki ósennilega. Ok hérna kemur hún:
Síðasta haust byrjaði nýr yfirmaður hjá CCAA. Þessi kenning gengur út á það að hann hafi verið ráðinn til þess að koma einhverju betra skipulagi á málefni CCAA. Fljótlega eftir að nýi yfirmaðurinn hóf störf, byrjaði tími eftir upplýsingum smám saman að lengjast. Úr 5-6 mánuðum upp í það sem við sjáum ekki enn fyrir endann á.
Ástæðan? Jú, Kína hafi verið komið í fremstu röð yfir þau lönd sem eru með erlendar ættleiðingar og að það sé heiður sem ekkert land vilji hafa. Það er ekki eftirsóknarvert að vera á toppnum hvað þetta varðar. Nýi yfirmaðurinn hafi því fengið það hlutverk að snúa hlutunum við aftur án þess að vekja mikla athygli á því. Alls ekki stoppa allt eins og Rússland gerði fyrir nokkrum árum því það vekur of mikla neikvæða athygli á því sem er að gerast. Því hafi hann farið þá leið að hægja á öllu ferlinu. Ekki þurfi að vera með neinar háttstemdar yfirlýsingar því með tímanum verði þetta sjáanlegt (eins og er að gerast núna) og það leiði til þess að færri sæki um og Kína detti úr vinsældasæti nr. 1. Þjóðir heims vilji ekki hafa þann vafasamaheiður að vera besti kosturinn í erlendum ættleiðingum því það sé ekki gott afspurnar fyrir þjóðir að geta ekki séð um alla þegna sína. Þetta er því pólítísk aðgerð til að koma skikki á hlutina aftur að lengja smám saman tímann án nokkurra yfirlýsinga heldur bara svona hægt og hljótt.
Mér finnst þetta ekki hljóma neitt svo ósennilega. Rakst á tölur sem segja að fyrir fimm árum hafi bara þrjú lönd verið að ættleiða frá Kína en í dag séu þau 18. Það er heilmikil aukning á nokkrum árum. Heyrði líka að umsóknir í júnímánuði hefðu verið 2000 og það er það sama og var áður búið að segja hefði verið í apríl og maí. Þetta eru rosalega margar umsóknir. Það væri nú skemmtilegt að sjá einhverjar staðfestar tölur um þetta en ég skil vel að kínversk yfirvöld vilji ekki setja þessar tölur fram því þá um leið sést hversu gríðarlegur fjöldi barna er ættleiddur á hverju ári. Það er jú hægt að leita til þessara 18 landa og skoða tölur hjá þeim en það er tímafrekt og ósennilegt að nokkur hafi áhuga á því, þannig að við erum alltaf að vinna með áætlaðar tölur sem gætu verið hærri eða lægri.
Hvað finnst ykkur um þessa kenningu? Uss ég veit að það skiptir kannski engu máli hvers vegna tíminn er að lengjast en þetta styttir tímann að velta fyrir sér orsökunum og þá um leið hvort lengingin verði varanleg eða ekki.
Síðasta haust byrjaði nýr yfirmaður hjá CCAA. Þessi kenning gengur út á það að hann hafi verið ráðinn til þess að koma einhverju betra skipulagi á málefni CCAA. Fljótlega eftir að nýi yfirmaðurinn hóf störf, byrjaði tími eftir upplýsingum smám saman að lengjast. Úr 5-6 mánuðum upp í það sem við sjáum ekki enn fyrir endann á.
Ástæðan? Jú, Kína hafi verið komið í fremstu röð yfir þau lönd sem eru með erlendar ættleiðingar og að það sé heiður sem ekkert land vilji hafa. Það er ekki eftirsóknarvert að vera á toppnum hvað þetta varðar. Nýi yfirmaðurinn hafi því fengið það hlutverk að snúa hlutunum við aftur án þess að vekja mikla athygli á því. Alls ekki stoppa allt eins og Rússland gerði fyrir nokkrum árum því það vekur of mikla neikvæða athygli á því sem er að gerast. Því hafi hann farið þá leið að hægja á öllu ferlinu. Ekki þurfi að vera með neinar háttstemdar yfirlýsingar því með tímanum verði þetta sjáanlegt (eins og er að gerast núna) og það leiði til þess að færri sæki um og Kína detti úr vinsældasæti nr. 1. Þjóðir heims vilji ekki hafa þann vafasamaheiður að vera besti kosturinn í erlendum ættleiðingum því það sé ekki gott afspurnar fyrir þjóðir að geta ekki séð um alla þegna sína. Þetta er því pólítísk aðgerð til að koma skikki á hlutina aftur að lengja smám saman tímann án nokkurra yfirlýsinga heldur bara svona hægt og hljótt.
Mér finnst þetta ekki hljóma neitt svo ósennilega. Rakst á tölur sem segja að fyrir fimm árum hafi bara þrjú lönd verið að ættleiða frá Kína en í dag séu þau 18. Það er heilmikil aukning á nokkrum árum. Heyrði líka að umsóknir í júnímánuði hefðu verið 2000 og það er það sama og var áður búið að segja hefði verið í apríl og maí. Þetta eru rosalega margar umsóknir. Það væri nú skemmtilegt að sjá einhverjar staðfestar tölur um þetta en ég skil vel að kínversk yfirvöld vilji ekki setja þessar tölur fram því þá um leið sést hversu gríðarlegur fjöldi barna er ættleiddur á hverju ári. Það er jú hægt að leita til þessara 18 landa og skoða tölur hjá þeim en það er tímafrekt og ósennilegt að nokkur hafi áhuga á því, þannig að við erum alltaf að vinna með áætlaðar tölur sem gætu verið hærri eða lægri.
Hvað finnst ykkur um þessa kenningu? Uss ég veit að það skiptir kannski engu máli hvers vegna tíminn er að lengjast en þetta styttir tímann að velta fyrir sér orsökunum og þá um leið hvort lengingin verði varanleg eða ekki.
<< Home