Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

04 maí 2006

Tek það til mín

Í gærkvöldi fékk ég skammir fyrir að vera ekki nógu dugleg að skrifa þó það séu engar fréttir. Ég tek það til mín og lofa bót og betrun.

Það eru í rauninni ekki neinar fréttar síðan í gær, þó eru þrennar upplýsingar á síðunni hjá RQ:
  1. Stórt umboð í USA hefur sagt að þeir sem eru með 20 júní LID skuli ekki reikna með upplýsingum fyrr en síðast í júní eða fyrst í júlí.
  2. Lítið eða miðlungs stórt umboð (USA)er að segja sínu fólki að þeir reikni með að næstu upplýsingar nái til 18-21 júní (einhverstaðar á milli þessara dagsetninga) og síðan reikni þeir með að CCA fari að birta fulla mánuði aftur, ekki bara nokkra daga eins og hefur verið undanfarna mánuði.
  3. Velþekkt umboð (USA) hefur sagt við júní 29LID að þeir séu vongóðir um að þeir fái sínar upplýsingar í lok júní.

Ok. þetta er alveg í takt við ágiskunarblaðið hér neðar á síðunni. Ég giskaði þar á að næstu upplýsingar næðu til 17 júní og í lok júní mundu koma upplýsingar fyrir restina af júní og síðan mundu þeir hoppa yfir í fulla mánuði. Það væri alveg brilljant bara. Auðvitað væri best ef þeir mundu skella sér á tvo mánuði í einu en hey.. einn mánuður er alveg flott bara ef þeir gætu haldið sér við það ;). Það þýðir að við erum pottþétt með jólabörnin okkar en þetta eru jú bara ágiskanir svona ennþá.