Hvernig gengur umsóknunum?
Ég fann þessar upplýsingar um daginn og fannst þær áhugaverðar. Þetta er frá Childrens Hope International og var birt í mars 2006. Ég reikna með að okkar pappírar fari svipaða leið í gegnum kerfið.
1. CHI Beijing skrifstofan fer með umsóknirnar til CCAA (í okkar tilfelli fara þeir eflaust beint til CCAA).
2. Umsóknirnar berast CCAA administration skrifstofunni og það getur liðið allt að því mánuður þar til þær eru skráðar inn. Um leið og búið er að skrá umsóknina fær hún LID nr og biðin hefst formlega.
3. Umsóknin bíður eftir að byrja í ferlinu og er það um það bil 3-4 mánuðir í dag.
4. CCAA administration skrifstofan sendir umsóknirnar yfir í Bridge of Love (BLAS) þar sem þeir fara yfir þýðinguna á skjölunum. Þetta getur tekið 2-3 mánuði.
5. Umsóknir fer í Department I í skoðun. Getur tekið 1-2 mánuði.
6. Umsóknir sendar áfram til Department II í pörun. Þetta getur einnig tekið 3-4 mánuði. Umsóknirnar eru paraðar nokkrum vikum áður en þær fara á stig 7.
7. Tilvísunin (referral) er sent yfir í Administration skrifstofuna til undirskriftar af yfirmönnum CCAA og síðan sent til CHI (í okkar tilfelli er það auðvitað ÍÆ). Þetta getur tekið nokkrar vikur.
8. Þú færð tilvísunina – gleðidagurinn mikli. Þú kemur samþykkinu til baka til CCAA (eða til ÍÆ og þeir koma því áfram??).
9. CCAA sendir þér ferðaleyfi (travel approval = TA) um að koma til Kína til að ná í barnið. Þetta tekur um það bil mánuð.
10. Ferðalagið til Kína hefst til að ná í barnið og ljúka ættleiðingarferlinu. Þetta er ca 6-8 vikum eftir að tilvísunin hefur borist.
Núverandi biðtími frá LID til tilvísunar er 10-12 mánuðir.
Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta áhugavert. Ekki verra að vita ca hver gangurinn er. Hjá okkur í hópi 16 erum við ábyggilega á stigi 5 meðan hópur 15 er eflaust á stigi 6. Hljómar þetta ekki bara nokkuð sennilega. Þá erum við allavega hálfnuð í gegnum ferlið og það er frábært. ;)
<< Home