Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

11 maí 2006

Skýrsla CCAA

Eftirfarandi frétt er á heimasíðu CCAA. Þetta er tilkynning til ættleiðingarsamtaka um allan heim og er sett inn 29. apríl. Þetta er ekki mjög áberandi frétt því það kemur á hana árið 2005 en ekki 2006, einhver villa í kerfinu hjá þeim greinilega. Bréfið sjálft er samt dagsett í apríl 2006.

Þeir segja þarna að þeir hafi lokið við að meta öll erlendu umboðin vegna ársins 2005 og fari þar eftir reglum CCAA Provisional Regulations and Requirements to Foreign Adoption Agencies Regarding International Adoption thru China.

132 umboð voru metin í eftirfarandi sex flokkum:
1. Nákvæmni umsóknar
2. Mat félagsráðgjafa (home study)
3. Skýrslum sem eiga að berast til CCAA eftir að ættleiðingu er lokið
4. Ættleiðingarferlið
5. Ættleiðingar á börnum með sérþarfir
6. Meðhöndlun þóknunar

Flest umboðin voru að fara eftir öllum reglum sem CCAA setur og sumir voru að fara fram úr væntingum. Þó eru 17 umboð sem uppfylla ekki það sem til þarf. Ef það gerist þrjú ár í röð (og árið 2005 er talið með) þá fellur niður leyfi þeirrar stofnunar til að ættleiða börn frá Kína. Í framtíðinni ætlar CCAA að birta útkomuna úr þessu mati á heimasíðu sinni og benda fólki að sækja um hjá umboðum sem eru að gera góða hluti.

Mér finnst þetta soldið athyglisvert. Þeir birta ekki niðurstöður ársins 2005 á heimasíðunni en segjast munu gera það frá og með næsta ári. Þetta bendir nú bara til eins og það er að þeir eru ekki að hætta erlendum ættleiðingum í bráð (það er búinn að vera þó nokkur taugatitringur á Netinu um það og er það byggt á hægagangi síðustu mánaða). Þarna eru þeir að reyna að vera aðeins gengsærri en þeir hafa verið. Persónulega finndist mér að þeir gætu þá líka birt fjölda umsókna í hverjum mánuði á síðunni sinni en ég veit að það er til of mikils mælst því þetta er hápólitískt mál og alls ekki svona einfalt eins og mér finnst það vera. Enda er ég ekki alveg hæf til að meta það þar sem ég er að bíða með öndina í hálsinum eftir mínu barni.

En þetta sýnir þó að við sem fáum börnin okkar verðum að vera dugleg að standa við okkar þátt sem er t.d. að skila þessum eftirskýrslum sem eiga að koma einhverjum mánuðum eftir að börnin koma heim. Það getur haft áhrif á mat ársins ef við skilum ekki á réttum tíma. Ég sá smá klausu á einum stað þar sem segir að búið sé að breyta þessum skýrsluskilum þannig að fyrsta skýrslan eigi að koma strax eftir heimkomu. Hefur einhver heyrt eitthvað um það? Fyrsta skýrslan hefur verið sex mánuðum eftir heimkomu. En ég þarf nú svo sem ekki að hafa áhyggjur af þessu strax... fyrst er nú að fá barnið hehe