Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

13 maí 2006

Fjöldi barna frá Kína

Hollenskt umboð sem heimsótti Bejing fyrir nokkrum vikum fékk þær upplýsingar að árlega berast umsóknir um 24.000 börn frá Kína en Kína gefur leyfi fyrir 13.000 ári (erlendar ættleiðingar). Þessi tala 13.000 muni halda sér í nokkur ár en síðan ætli þeir sér að minnka fjöldann smá saman. (Ég hef séð þessa 13.000 barna tölu áður þannig að líklegast er hún nokkuð nærri lagi). Ein ástæðan fyrir því að þeir muni í framtíðinni draga úr fjölda barna til erlendra ættleiðinga sé Hague sáttmálinn en í honum felst að þeir munu reyna að koma fleiri börnum í innlenda ættleiðingu en áður hefur verið. Mér skilst að þessi tala sé sú sama og 2005.

Fólk er enn að ræða mögulega seinkun og það er búið að vera hræðsluáróður í gangi um að biðin komi til með að fara upp í 22 mánuði og að sept/ágúst eigi ekki að reikna með upplýsingum fyrr en í nóv/des. Persónulega held ég að þetta sé rugl því til þess að þetta gerðist þyrfti að koma nokkrir mánuðir með bara viku upplýsingaskammti (eins og hefur verið að gerast en er vonandi að breytast). Mér sýnist á könnunum RQ að júlí/ágúst/september séu frekar litlir mánuðir (tiltölulega fáar umsóknir) þannig að afhverju ætti það ekki að ganga smurt og fljótt fyrir sig? það er ekki fyrr en kemur að nóvember (stuna) sem virðist sem enn einn risa mánuðurinn sé á ferðinni og svo mars á næsta ári.. hann lítur út fyrir að vera HUGES.

Það er samt merkilegt hvað það er lítið búið að vera um slúður. Flestir tala um að næstu upplýsingar ættu að ná yfir LID20 júní.