Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

30 apríl 2007

01 nóv? 01 NÓV????

Oh mæ God, oh mæ God það eru tvö eða þrjú evróvsk umboð búin að setja á heimasíðuna að lokadagur sé FYRSTI NÓVEMBER oh mæ god nú á ég ekki eftir að geta hugsað um annað í allan dag eða þar til þetta er að fullu staðfest!

Update: það eru að detta inn staðfestingar frá fleirum þannig að þetta virðist vera RÉTT!!!!

27 apríl 2007

Hugsanir

Það er verið að búa fólk undir að upplýsingarnar nái bara yfir tvo daga. En gætu þær þá ekki alveg eins náð yfir fjóra daga þar sem 29 og 30 voru helgi og það eru engin LId á þeim dögum (eða mjög, mjög fá). Það væri rosalega upplífgandi að fá fleiri daga en færri þó það þýddi ekki endilega neitt annað en það. Svona andlega virkar það betur hehe

Hinsvegar þá er fólk með allskonar samsæriskenningar í gangi varðandi síðustu upplýsingar. Þetta var óvenju stór hópur, þetta var óvenju lítill hópur, þetta er vegna nýja ársins, þetta er vegna jólanna, þetta er vegna þess að stuttur tími leið milli upplýsinga, þetta er vegna þess að langur tími var milli upplýsinga og svo videre! það veit sem sagt enginn neitt.

Ég las fann hinsvegar skýringar á því hvers vegna þetta er allt svona mikið leyndó. Málið var víst að sum umboð voru með sína eigin kontakta hjá CCAA og þessir aðilar létu sín umboð vita hvenær upplýsingar færu af stað og hver væri lokadagurinn. Allir voða glaðir? Nei, alls ekki... þau umboð sem ekki höfðu svona kontakta fóru í fýlu og eftir stöðugar kvartir til CCAA fengu þeir nóg og sögðu ok þá fær enginn að vita neitt. Og ástæðan fyrir því að upplýsingarnar um lokadag birtast svona seint á heimasíðu CCAA eru þær sömu. Í fyrstu birtu þeir upplýsingarnar um leið og þeir sendu upplýsingarnar. En þá fóru umboðin að kvarta. Fólk fór nefnilega að hringja í umboðin og spyrja afhverju þau hefðu ekki frétt neitt, hvort þau ættu ekki von á upplýsingum, hvar eru mínar upplýsingar??? Og afleiðingin? Jú þessi umboð kvörtuðu við CCAA um að viðskiptavinir væru óþolinmóðir og þetta væri of mikið álag fyrir þá!!!!! (les einhver hæðnina í þessu??) Og afleiðingin var einföld, nú birtast upplýsingar um lokadag ekki fyrr en nokkrum dögum eftir að upplýsingar hafa verið sendar þannig að umboðin hafi tíma til að hringja í þá væntanlegu foreldra sem hlut eiga að máli. Sem sagt að öllum líkindum klúðruðu umboðin þessu sjálf með eilífum kvörtunum og væli og eftir stendur að við reynum að finna upplýsingar á allan þann takmarkaða hátt sem við getum. Læf is not always fair!

26 apríl 2007

Eitt slúður á dag kemur skapinu í lag

Flestir virðast búast við að Kína sendi næstu upplýsingar af stað fyrir 1. maí af því þeir hafa lokað í nokkra daga í kringum þann dag (3 held ég). Ef það er rétt þá er alveg stórskrítið hvað það er enn lítið slúður. Það er eitt umboð búið að láta vita að það sé pakki en þeir vita ekki hvað er í honum, gæti verið upplýsingar (en þeir reikna ekki með því - of snemmt) og gæti verið ferðaleyfi (en þeir eru ekki með neitt í gangi). Mér finnst þetta alltaf jafn furðulegt. Afhverju er ekki hægt að segja við viðkomandi umboð... "við vorum að senda af stað pakka, í honum eru ..." Þetta er svo mikið leyndó að eftir nokkur ár á mér örugglega eftir að finnast þetta fyndið. Eitt umboðið fékk pakka um daginn og eftir mikla spennu... kom pakkinn og innihaldið var... haldið ykkur fast tölvuhugbúnaður. haha afhverju þarf það að vera leyndarmál? Gosh ég er svo innilega ekki inni í þessum leyndarmálaheimi, vil hafa allt uppi á borðum og upplýsingar á hreinu.

25 apríl 2007

Its a bjútífúl dei

Og lífið er gott. Þrátt fyrir að RQ hafi sett fram alveg ömurlega spá í gær þá er ég alveg gjörsamlega ánægð í dag og lét þessa spá ekki hafa nein áhrif á mig. Við erum farin að tala um það að kannski eignumst við barn fyrir jólin (þetta er ekki einu sinni grín lengur). Samkvæmt þessum upplýsingum er miðað við að afgreiddir séu 9 dagar í einu og þá erum við að fá upplýsingar í júlí. Ég hef enga trú á að þeir afgreiði 9 daga næstu þrjú skipti. Ég vona auðvitað að þeir afgreiði sem mest en ég hef ekki nokkra trúa á því. Veit ekki hvort ég á að þora að skella upp smá spá? Sagði ég ekki í gær að ég væri hætt að spá..haha en það var í gær. Í dag er svo góður dagur að ég verð að fá að leika mér pínulítið með þessar fj****** dagsetningar:
  • 01 maí 4 dagar 30.okt
  • 01 júní 5 dagar 04 nóv
  • 01 júlí 7 dagar 11 nóv
  • 01 ágúst 7 dagar 18 nóv

Við erum einhvern tíma á þessu bili en verðum pottþétt á einhverjum mörkum, þeas að skilin verða við okkar dag. Eina góða við það er að þá veit maður pottþétt að maður er næstur. Spurning hvort skjalið góða frá Kára verði virkt eftir allt saman haha við hefðum átt að flissa meira að því og þeim dagsetningum. Þurfum aðeins að dusta af því rykið en það er allt of sumt..

En það er SAMT góður dagur í dag...

24 apríl 2007

Fyrsta slúður

Það er komið að fyrsta slúðri varðandi næstu upplýsingar. Í því segir að ekki skuli reiknað með meira en tveimur til þremur dögum næst. huh það var svo sem auðvitað enda svo sem ekki við meira að búast þar sem okkur var sagt að síðasti mánuður væri alger undantekning. Hingað til hefur það virkað þannig að ef það er eitthvað sem gæti heitið "versta sem gæti gerst" þá er það það sem gerist. Hinsvegar er þetta bara fyrsta slúður og oft er það ekki marktækt þannig að við horfum bara á það þannig enn sem komið er.

Mig langar hinsvegar að óska þeim hópum til hamingju sem eru komnir með LID. Það var svo stór áfangi að vera kominn með þá dagsetningu og einhvern veginn eins og allt væri að styttast og bjartara framundan ;)

23 apríl 2007

ADSL komið aftur en ekki mikið NÝTT slúður

Það var gott að fá viku frí frá þessu öllu og ég var að vona að það hefðu komið upp eitthvað nýtt og skemmtilegt meðan ég var í burtu... as if!

Ég sé að komið hafa upp umræður um að biðin eigi eftir að lengjast í 30 mánuði en það er því miður ekki neitt nýtt slúður. Fyrir hálfu ári eða svo var mikið rætt um að að í lok árs 2007 yrði biðin komin í 24 mánuði og það lítur út fyrir að það verði svo. Sagan segir að það megi reikna með að biðin lengist um tvær vikur í mánuði að meðaltali (síðast lengdist hún um gott betur en það og það má reikna með að það sama gerist næst). Það er nýafstaðinn einhver fundur í USA þar sem kom fram að "paper ready" börn séu ekki nema 400-700 á mánuði og að uppsafnaðar umsóknir séu núna 25.000. Það þýðir að sá sem er loggaður inn núna þarf að bíða eftir að kláraðar séu 25.000 umsóknir áður en kemur að honum. Og ef biðin er núna 18 mánuðir og það bætist við amk hálfur mánuður á mánuði þá er þetta auðveldur reikningur. Ég er hinsvegar hætt að reikna og núna bara bíð ég.

Það er eitt umboð sem hefur sent til skjólstæðinga sinna sem hafa LID 28 okt 05 og 8.nóv 05 að nóvember hópurinn skuli ekki vonast eftir upplýsingum næst. Flestir vona að þeir klári mánuðinn en eru um leið hræddir um að svo verði ekki.

Þetta er svona það helsta á einni viku. Ekkert nýtt í rauninni. Af okkur er það hinsvegar helst að frétta að þann 19nda áttum við 2 ára bið afmæli, þeas þá voru nákvæmlega 2 ár frá því við lögðum inn umsóknina okkar... 24 mánuðir komnir hjá okkur!

13 apríl 2007

Out of order í viku

Þar sem flutningar standa fyrir dyrum verður ekkert skrifað næstu viku. Það tekur nefnilega heila 7 daga að færa síma og ADSL á milli húsa. Tekur sko ekki 7 daga að taka það úr sambandi skal ég segja ykkur. En það er hvort eð er lítið að gerast í augnablikinu ;)

12 apríl 2007

Hugleiðingar

Ég er eins og fleiri að velta mér upp úr þessum tveggja daga upplýsingum og ég er ekki lengur svona viss um að það sé rétt að þetta hafi verið svona margar umsóknir. Ég er farin að hallast á það að þetta hafi verið óvenjulega lítill skammtur en ekki óvenjulega stór. Ástæðan? Jú það eru nokkur umboð í USA sem hafa tilkynnt að þau hafi fengið mjög mikið af upplýsingum en það eru miklu fleiri sem fengu engar upplýsingar og sama er að segja um Evrópu. Ég veit ekki með Danmörku og Svíþjóð en flest önnur lönd tala um engar upplýsingar eða undir 5. Það er í rauninni svolítið kvíðvænlegt að bíða eftir næstu upplýsingum því samkvæmt mínum upplýsingum eru það stórir dagar, miklu stærri en þessir tveir sem komu öllum að óvörum. En við eigum ekki vona á neinu slúðri fyrr en eftir 20 í fyrsta lagi, eða það held ég. Hins vegar hafa síðustu mánuðir verið mjög skrítnir og erfitt að reikna nokkuð út.

11 apríl 2007

Biðin heldur áfram

Jæja þá er bara að vinda sér í næsta biðmánuð og sjá hvað hann ber í skauti sér. Það ríkir ekki mikil bjartsýni í netheimum um næstu upplýsingar. Fólk talar um líkurnar á því að næst verði frá einum og upp í 5 daga, þeas að annað hvort komi bara upplýsingar yfir 27.okt eða október klárist sem eru 5 dagar. Það er mikið búið að velta upp af hverju það hafi bara komið 2 dagar núna og auðvitað eru engin svör. Þannig segja sumir að það hafi verið mjög margar umsóknir þessa tvo daga meðan aðrir segja að það geti ekki verið; sumir segja að nýja árs fríið hafi gert það að verkum að ekki voru eins mörg börn tilbúin til ættleiðingar (paper ready) eins og aðra mánuði meðan aðrir segja að það sé ekki rétt; sumir segja að þetta sé stjórnunarleg brella hjá CCAA til að fæla fólk frá því að sækja um þar sem þeir fá allt of margar umsóknir en aðrir segja að það geti ekki verið því það sé þegar svo margar umsóknir að það sé of seint að vera með svona brellur. Og svo eru 100 aðrar skýringar. Allar jafn sennilegar eða ósennilegar. Upp úr stendur að þetta voru 2 dagar og við vitum ekki af hverju. Mér sýnis á öllu að ekki sé vitlaust að búa sig undir að næst geti aftur verið örfáir dagar, þá verður áfallið kannski ekki eins mikið ef sú verður raunin.

Svona til gaman þá er fólk að setja inn dagsetningar í forecast síðuna og þar eru að koma æði skrautlegar dagsetningar. Ein fékk sem worst case árið 2023 haha held það verði ekki mikið eftir af biðlundinni þá. En svona okkur til hughreystingar þá er okkar líklegasta spá í maí en versta í mars 2008. huh mars hvað, þetta hætti allt í einu að vera mjög fyndið haha eða er ég bara að verða taugaveikluð haha

10 apríl 2007

Þessir tveir dagar

Svo virðist sem upplýsingar sem komu núna séu yfir um það bil 800 börn. Það er verið að tala um að í lok október hafi verið loggaðar inn 400 umsóknir á dag. Slæmu fréttir við það eru að það eru enn eftir margir dagar af október þannig að ef þetta er rétt má búast við öðrum svona degi næst. En auðvitað veit það enginn fyrir víst frekar en annað í þessu ferli. Suma daga er þetta bara erfiðara en aðra daga og þetta er einn af þeim. Ég sé engar bjartar hliðar í augnablikinu og frábið mér allar athugasemdir um þolinmæði eða á endanum sé þetta þess virði. Akkúrat þessa stundina get ég ekki séð það.

Staðfesting


08 apríl 2007

Vonum enn

Ekki búið að birta lokadagsetninguna enn, og fólk er enn að vitna í umboð sem segjast muni fá meira en tvo daga.

07 apríl 2007

Tveir dagar

Það hefur enn ekki heyrst frá neinum með LID eftir 26 okt. þannig að þetta virðist vera rétt. Tveggja daga skammtur. Enn er eitt umboð sem heldur sig fast við að þeir fái til og með 30. okt. en ef það reynist vera rétt þá virðist sem munstrið sé kannski eitthvað aðeins að breytast. Það gerðist síðast líka. Þá var lokadagur 24.okt en slatti af fólki með 26. okt fékk upplýsingar og einnig fólk með 30 okt.

Tveir dagar.
27. okt er með svo mörgum umsóknum að ekki voru til nógu mörg börn. Verður það eitthvað betra í næsta mánuði? Ég meina ef ekki náðist að klára 27unda í þessum mánuði þá bíður hann til næsta mánaðar og er alveg jafn stór og áður. Það gæti því þýtt að það verði aftur fáir dagir afgreiddir næst, kannski ekki tveir en alls ekki fleiri en 5 sem myndi gera lokadaginn 31 okt.

Ég hlakkaði svo til að upplýsingar kæmu núna því ég var viss um að þá sæjum við nokkuð vel hvenær kæmi að okkur í hópi 16. Þetta gerir hins vegar ekkert til að skýra þá mynd. Ef eitthvað þá er óljósara en áður. Maí er allavega nokkuð út úr myndinni og hvað þá með júní? Ef einhver sér ljósið við endann á göngunum vill sá hinn sami þá vinsamlega snúa mér þannig að ég sjái það líka..takk

Og það sem er sorglegast við allt þetta er að það er allt fullt af börnum sem vantar heimili og þau halda áfram að bíða. Eini ljósi punkturinn við þessar upplýsingar eru þær að Christy, konan sem sleppt var úr síðast fékk upplýsingar núna og barnið hennar er bara 5,5 mánaða gamalt ;) Og til að kóróna allt saman þá komu upplýsingarnar 5.mars. Barnið fór hinsvegar ekki í læknisskoðun fyrr en 6. mars og var því ekki tilbúið til ættleiðingar fyrr en eftir þann dag. Þannig að ef við lítum á það sem okkar bíði ákveðið barn, þá varð hún að bíða mánuði lengur til að fá sitt barn ;)

05 apríl 2007

Nú er mér að verða flökurt!!!!!

Ég verða að segja eins og er. Ég er tilbúin með fötuna við hlið mér. Það eru tvær raddir núna:
  • 26. okt
  • 6 dagar (ætti þá að vera 30 okt)

Það eru fleiri sem segja 26 okt og eitt umboð er búið að hafa samband við þá sem eru með LID 27.okt og láta vita að þeir séu ekki með. Ástæðan sé sú að 27.okt hafi verið svo stór dagur að ekki hafi verið nógu mörg börn. Auðvitað er gott að það séu ekki fleiri börn en út frá eigingjörnu sjónarmiði þá nístir það hjarta mitt!

Þetta er hinsvegar ekki staðfest en upplýsingarnar eru á leiðinni en koma eflaust ekki á morgun út af því að það er lokað hjá allflestum á morgun.

04 apríl 2007

Við bíðum enn

En það er nokkuð líklegt að þetta sé rétt handan við hornið. Slúðrið er hins vegar skelfilegt og cut-off dagarnir lélegir. Sumir segja 26.OKT... sem að mínu mati er helbert rugl. Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það. Aðrir segja 30. okt og enn aðrir 31.okt. Einhverjir segjast vera búnir að fá að vita að 4 nóv hafi ekki verið með og enn einn segist hafa heyrt að 3 nóv sé ekki með. Slúðrið um cutoff er því frá 26.okt-2 nóv. Ég ætla hinsvegar að halda mig við páskasólina.. viltu kaupa páskasól..það kostar ekki neitt.. og svo framvegis. Ætla ekki að trúa neinu fyrr en ég sé það núna öðru hvoru megin við helgina (fæstir eru með svona langt frí eins og við og þess vegna er opið á flestum skrifstofum erlendis).

Hvað er þetta með 20 júlí? Af hvejru er ég að missa? Verðið þið öll í Kína þá og ég ein heima? (og Skakki auðvitað hjá mér). September er ekki inni í myndinni hjá okkur. Ég hef ekki nokkra trú á því. Ég hef haft það á tilfinningunni í marga mánuði að við munum bíða í 18 mánuði og ég ætla að halda mig við þá tilfinningu þangað til við eigum 18. mánaða afmæli. Þá skal ég endurskoða þessa tilfinningu, fyrr ekki. Þannig ef þið segið eitthvað annað þá heyri i ég það ekki... nananana

03 apríl 2007

Jæja þá í þetta sinn

Ekki gerðist neitt í gær og spurning hvort eitthvað gerist í dag. Kannski ekki rétt að segja að ekkert hafi gerst því ferðaleyfi og special needs voru á ferðinni. Spurning hvort ruglast hafi verið á storkinum og frænda hans sem kemur með þessi leyfi? Þeir sem eru hjá skrifstofunni sem segir að búið sé að senda og að upplýsingar nái til early november standa fast á sínu og eru handviss um að það sé rétt. Aðrir eru fullir efasemda og spyrja af hverju hafi þá ekki heyrst eitthvað smá hljóð einhverstaðar frá. Og til að kóróna allt þá komu fréttir frá Spáni en þar er allt búið að vera á mörkum lífs og dauða undanfarna mánuði hvað varðar slúður. Þetta var fyrsta slúðrið í langan tíma og þá var það EKKI gott. Þeir segja að það sé ekki búið að senda neitt enn og að upplýsingar muni ekki ná nema rétt út október ef þeir nái þá að klára október. Sjitt ekki gott ef það reynist satt. Ætla hinsvegar ekki að ergja mig neitt á því heldur sjá bara hvað setur. Ég er í Pollýönnuleik núna ;) Allt svo jákvætt og mikil gleði.... "viltu kaupa páskasól, viltu kaupa páskasól, það kostar ekki neitt að kaup'ana, viltu kaupa páskasól"......

02 apríl 2007

Ekkert enn

Það er allt hljótt... svo hljótt að það er eiginlega skelfilegt. Evrópa býður eftir fréttum frá USA og USA bíður eftir Evrópu. Samt orðið harla ólíklegt að nokkuð komi frá Evrópu í dag þar sem þeir eru svona um það bil að klára vinnudaginn. Enn er séns með USA samt.

Ekkert komið enn

og klukkan er samt orðin hálftíu haha er maður óþolinmóður...