Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

31 október 2006

Aðeins meira...

Það er eitthvað stórfurðulegt á seiði. Spænska umboðið sem lét hafa eftir sér í síðustu viku að þeir væru komnir með upplýsingar er víst ekki beint umboð heldur frekar skrifstofa sem aðstoðar fólk sem fer ekki í gegnum ættleiðingarskrifstofu. Þeir fá sendar til sín allar upplýsingar fyrir þetta fólk og koma þeim svo á rétta staði, ef ég hef skilið þetta rétt. Og þeir eru með yfirlýsingu á síðunni sinni sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en að þeir séu komnir með upplýsingar en að það sé svo mikið magn að þeir verði einhvern tíma að vinna úr því plús það sé frídagur hjá þeim á morgun. þeir biðja því fólk að vera rólegt og hætta að hringja svo símkerfið hrynji ekki.

Ég skil þetta ekki.

Af hverju eru þeir komnir með upplýsingar og enginn annar er kominn með svo mikið sem þefinn af þeim? Og hvaða rosa magn er þetta sem þeir eru að fá? Á að þora að vona að það komi fleiri núna heldur en undanfarna mánuði eða er þetta bara eitthvað trix? Og hvar eru þá allar hinar?

Það heitir alltaf eitthvað!

Nú eru allir búnir að vera í startholunum í nærri hálfan mánuð að bíða eftir upplýsingum. Ágústhópurinn er gjörsamlega að verða viðþolslaus (og við hin líka) en það lítur ekki út fyrir að það komi neinar upplýsingar í október. Í dag er síðasti dagurinn og þegar þetta er skrifað er komin nótt í Kína. Nýjustu upplýsingar fyrir töfinni segja "internal issues". Hvað þýðir það? Hvað í fjandanum þýðir það? Minn ofvirki heili fer á flug þegar hann heyrir svona furðulega, fálmkennda yfirlýsingu. "Internal issues" getur verið allt frá biluðum prentara upp í það að búið sé að reka allt staffið. Það eru einhverjar fréttir í erlendum blöðum um spillingarmál sem verið er að rannsaka meðal háttsettra Pekingbúa. Ég ætla rétt að vona að okkar heittelskaða CCAA sé ekki með inn í þeirri rannsókn oh mæ god. Einhverjir hafa stungið upp á að þeir séu í heilmiklum vandræðum með allan þennan rugling varðandi LID og DTC sem varð í ágúst-sept í fyrra og þeir séu að bíða eftir að geta sent öllum í einu upplýsingar þannig að allir verði sáttir. Mér persónulega finnst þetta allt jafn ótrúverðugar skýringar. TA (ferðaleyfin) hefur líka seinkað fyrir síðasta hóp og einhver stakk upp á því að prentarinn væri bilaður. Það er víst ekkert fyndið því það er víst bara einn prentari sem sér um öll leyfin (það er samt soldið fyndið ef maður pælir í því) og ein kona lenti í því fyrir 4 árum að hún fékk sínar upplýsingar í janúar en TA kom ekki fyrr en í mars því það var verið að skipta um hugbúnað í prentaranum. Ég er sko ekki að reyna að vera fyndin en ég get samt ekki annað en glott pínulítið yfir þessu. Hér eigum við marga prentara á hverju heimili en ... æi ég hætti hér áður en ég fer of langt..... en hvað sem er í gangi þá vona ég að þeir leysi úr þessum "internal issues" sínum eins fljótt og hægt er..í dag sem sagt!

Síðan er það smá útúrdúr með Spán. Í síðustu viku varð upp fótur og fit er fréttist að Spánn væri komið með upplýsingar. Þetta var birt á heimasíðu ríkisumboðsins spænska. Ekkert annað umboð á Spáni sagðist hafa upplýsingar og þegar fyrirspurnir voru sendar til þessa sem birti upplýsingarnar neituðu þeir að svara. Þannig að ég hugsa að þetta hafi bara verið frumhlaup einhvers þar sem stressið hefur fengið að ráða. Eða eitthvað annað.. alla vega hefur engin útskýring fengist á því hvers vegna þeir héldu þessu fram.

29 október 2006

Koma svo...

Koma svo koma svo og koma svo..plís koma meðan við sofum vært í nótt....

Koma svo...

Gat ekki bloggað í gær því bloggerinn neitaði að birta titilinn.. og ég fattaði ekkert hvað var að gerast fyrr en í morgun eftir að prufað allt sem mér datt í hug.

Það er skrítið að lesa kommentin hjá RQ vegna gærdagsins vegna þess að nú er þessi bið og misvísandi upplýsingar (biðin er að styttast, hún er að lengjast.. hún er að... whatever það veit náttúrulega enginn hvað er að gerast) en fólk var komið í hár saman á tímabili. það þýðir náttúrulega ekki neitt því þetta er bara þannig að það veit enginn neitt og allir eru á sama báti. Það er samt kominn tími á að upplýsingar október mánaðar fari að koma því hann er jú alveg að verða búinn og biðin búin að vera ÓÞOLANDI löng.

Hitti Kínahópinn minn í gær upp í sveit og við værum alveg tilbúin að fara á morgun... Kína er hinsvegar ekki alveg tilbúin að taka við okkur Chinese Flag en er ekki Kína að verða tilbúið að taka á móti félögunum á undan okkur? Þau eru alla vega alveg tilbúin að koma Iceland Vacation 1

28 október 2006

Tater hefur einnig látið hafa eftir sér að biðin komi ekki til með að fara yfir 15 mánuði.. á maður að leyfa sér að vona? Það eru ekki alveg komnir 15 ennþá en það eru komnir 14 og rúmlega hálfur hjá þeim sem hafa beðið lengst (10 ágúst 2005). Spennan er gífurleg ég verð ær.. og allt það.. verð bara að fara draga upp Ladda og róa mig niður...

Það hefur hinsvegar oft verið tilhneiging hjá CCAA að um þetta leyti árs þá gerast breytingar.. þetta á við hvort sem um er að ræða að ferlið hægist eða fer hraðar. Það gerist ekki alltaf en þegar gögn er skoðuð aftur í tímann þá er þarna ákveðin tilhneiging. Þannig að þeir sem trúa á tölfræði og gögn og allt það gætu farið að trúa að það sé eitthvað að fara að gerast. Við höfum að vísu sagt það núna í marga marga mánuði að nú HLJÓTI eitthvað að fara að gerast... en er þá ekki bara að koma tími á það..núna eða í næsta mánuði að töfrarnir fari að hafa áhrif. Ég fór í Nornabúðina í gær og keypti mér sigurgaldur sem á að hafa áhrif á að manni fari að ganga allt í haginn. Og nú er bara að byrja að galdra.. ekkert annað hefur virkað fram að þessu thihihi

27 október 2006

Mig langar ROSALEGA að trúa þessu

Það nýjasta nýtt frá Spáni og frá hinu merkilega TATER er svo æsandi að það er engu lagi líkt. Samkvæmt heimilidarmanni þá sögðu þeir fólki sem er með LID 24 okt að reikna með upplýsingum í desember. Já segi og skrifa desember 2006. Til þess að það verði hægt þarf að afgreiða allan september í nóvember og það ætti alveg að vera hægt, alla vega þá er það það sem þeir gerðu áður en þessi hægagangur brast á. Það er sko vægast sagt allt vitlaust á aðalsúðurrásinni minni yfir þessu og fólkið segir að þetta styðji það sem Claude hinn franskættaði kanadamaður hefur verið að halda fram en umboðið hans sagði honum að vera ekki að plana nein ferðalög yfir hátíðirnar (LID 11 NOV). Það er kannski fullmikil bjartsýni en er ekki komið að því að við þurfum að fá smá bjartsýni????

OG HVAR eru þessar upplýsingar sem allir eru að bíða eftir í þessum mánuði? Á að drepa mann hérna? Skil ekki enn afhverju það má ekki segja hvenær þetta verður sent og til hvaða tíma upplýsingarnar ná. Því amerísku umboðin fullyrða að það sé búið að matcha fyrir nokkrum dögum síðan. Þetta er bara ekki í lagi að halda öllum í svona spennu.

26 október 2006

Síðan hjá RQ hefur krassað

Síðan hjá RQ er niðri og einhver torkennileg skilaboð koma þegar smellt er á hana. Hér er hinsvegar gamla síðan hennar og mér finnst sennilegt að hún setji eitthvað inn á hana ef hún fréttir eitthvað og síðan enn í ólagi

Komið til Spánar?

Orðrómurinn segir að Spánn sé búið að fá upplýsingar en það er ekki neitt um lokadag. Hvað er að gerast? Af hverju er Spánn á undan USA? Hélt að þeir væru alltaf á undan okkur í Evrópu. Lokadag plís svo maður geti haldið áfram að hlakka til næsta mánaðar....

25 október 2006

LID breytingar?

Það er að koma á daginn sem talað var um fyrr í vikunni að nú er farið að heyrast frá fólki sem hefur lent í að LID númeri þeirra hefur verið breytt. OH MÆ GOD ég yrðu nú ekki eldri ef þeir færu að breyta mínu í eitthvað seinna... allt í lagi ef það væri fært framar en ég fengi ábyggilega hjartaáfall ef það yrði fært aftar. Fólk sem hefur fengið breytingu er allt í ágúst, annað hvort 24.ágúst LID sem færst hefur aftar eða seinna í ágúst sem hefur færst framar. Þetta er eflaust út af þessu rugli sem varð einhvern tíma í ágúst-sept á síðasta ári þannig að fólk var ekki loggað inn í þeirri röð sem það sótti um.

Best að espa hóp 15 upp

RQ heldur því fram að fyrstu upplýsingar gætu borist í dag eða á morgun... segir það að vísu ekki staðfest en allt bendi til þess.. svo nú er best að halda sér fast og rúlla af stað með rússíbananum

24 október 2006

Enn eitt slúðrið

Allt að verða vitlaust.. allir að bíða... en nú eru 3 dagsetningar í pottinum: 23. ágúst, 24. ágúst og 28. ágúst. OH MÆ GOD hvað það væri ÆÐISLEGTef þeir færu alla leið að 28 ágúst. Líkurnar eru kannski ekki miklar og kannski er þetta eins og í síðasta mánuði þá kom slúður um að þeir mundu ná til 18 ágúst..bara rétt aður en upplýsingarnar bárust sem náðu svo bara til 9 ágúst. En mar má leyfa sér að vona.. og ég vona svo sannarlega að þeir nái til 23.. fari fram úr því og klári 24 og af því ferðin er svo mikil þá nái þeir ekki að stoppa fyrr en 28... væri það ekki yndislegt?

23 október 2006

TATER

... er búið að senda frá sér að lokadagur sé 24. ágúst. Þeir hafa oftast rétt fyrir en þó ekki alltaf... nú er bara að krossa putta og vona að þetta fari að koma og allavega 24 með í för ef ekki meira.

22 október 2006

23 eða 24 ágúst?

RQ segist halda að fimm möguleikar komi til greina við endadagsetningu næstu upplýsinga:
  1. Lokadagur verði 23.
  2. Lokadagur verði 23 en en hluti þeirra sem eru með LID 24 munu fá þær fréttir að þeir hafi í rauninni verið með 23 en ekki 24 og þeir verða því með í þessum áganga
  3. Lokadagur verði 23 en þó séu nokkrir sem fylgja með sem hafa LID 24
  4. Lokadagur verði 24 en þó verði sumur sem hafa LID þann dag færðir til 25
  5. Og lokadagur verði klárlega 24 og allir sem eru með LID þann dag fái sínar upplýsingar.

Ástæðan fyrir þessum væflugangi og pælingi er að þó nokkur umboð segjast halda að CCAA komi til með að klára hluta af 24 en nái honum ekki öllum. Það er því spurning hvernig þeir splitta deginum ef þetta er verður svo. Það eru allir sammála um það að 24 virðist vera þessi risadagur eins og komið hefur fram í könnunum hjá RQ. Það hafa áður komið upp svona dæmi þar sem fólki hefur verið sagt að það hafi verið misskilningur og mistök og LID dagurinn hafi verið framar eða aftar en áður var talið.

Því lengra sem þeir komast inn á þennan dag því mun meiri líkur eru á því að þeir ná slatta inn í september næst. En 30 og 31 ágúst eru líka stórir dagar þó hvor um sig virðist ekki vera stærri en 24.

21 október 2006

Spánn...

segir að upplýsingar nái til og með 23 ágúst. Þýðingin virðist þó eitthvað á reiki því einhverjir spænskumælandi segja að þeir segi ekki að það sé lokadagur heldur að það nái alla vega til... eitt annað umboð segir að 24 verði með og enn eitt að þeir reikni með að 25 nái með.

Síðan hjá CCAA krassaði einhvern tíma í nótt og er það eflaust sökum þess að nú eru allir á tánum að bíða eftir hvað sé að gerast. Það er því ekki neitt órökrétt að ímynda sér að á mánudag eða þriðjudag birti þeir lokadagsetninguna á síðunni sinni.

Þetta er rosalega spennandi fyrir hóp 15 en ef þetta er rétt er það ekki eins spennandi fyrir okkur sem á eftir koma því það staðfestir bara að það hafa ekki orðið neinar breytingar á tíma og því eðlilegt að reikna með að hver mánuður taki 3 mánuði í yfirferð. Sem er bömmer

EN ég ætla ekki að velta mér upp úr því akkúrat núna því núna er að koma tími 15 HÓPS ..... komdu storkur komdu storkur... við erum að bíða Baby

19 október 2006

Flest virðist benda til...

að alla vega náist til 23 ágúst. Las póst í morgun frá Hollandi að þar fullyrtu menn að það væri dagsetningin en það var jafnframt tekið fram að næsta LID hjá þeim væri ekki fyrr en seint í Sept þannig að það er svo sem ekkert að marka. En ég verð bara ekki eldri ef þeir ná bara til 23. eða 24. ágúst. En best að bíða með yfirlýsingar þar til dagsetningin er komin á hreint.

17 október 2006

Og rússíbaninn byrjar hægt og hægt að fara uuupppp..

Já nú hefst rússíbanaferð þessa mánaðar... Hversu langt komast þeir? Þeir fyrstu eru búnir að tilkynna sínum skjólstæðingum að þeir fari allavega til 23 ágúst...

DTC eða LID

Nýjasta slúðrið hjá RQ hefur heltekið allt liðið. Í ágúst og september 2005 fór eitthvað rugl í gang hjá CCAA (og það er víst staðreynd en ekki slúður) þannig að pappírar sem komu á eftir einhverjum öðrum pappírum fengu LID númer á undan. DTC er dagurinn sem pappírarnir komu til Kína en LID er dagurinn sem þeir voru loggaðir inn. Nú heldur eitt stærsta ameríska umboðið því fram að CCAA ætli að fara eftir DCT dagsetningu en ekki LID til þess að laga þetta. Mér finnst þetta hljóma eitthvað brenglað og hef ekki trú á að þetta sé eitthvað sem kemur til með að hafa áhrif á okkur. Okkar DCT var 1 Nov 2005 en LID var 14 Nov. Held að ef þetta slúður sé rétt þá kannski eigi það bara við þetta tiltekna umboð en það var víst með marga sem lentu í þessum ruglingi. Það eina sem ég óska er að þeir fari bara að klára ágúst og halda svo áfram með september og október áður en ég verð veik á geði!

10 október 2006

Ekkert nýtt að frétta

Það er ekkert nýtt að gerast. Staðan er sú sama og áður: Nokkrir segja að í október fari hlutirnir að snúast við aftur og biðin hætti að lengjast (ég þarf að sjá það til þess að trúa því). Aðrir segja að biðin sé ekki að minnka og komi til með að fara upp í 24 mánuði. Einhverjir segja að næstu upplýsingar muni ná til 24 ágúst meðan aðrir segja að það muni ná fram í fyrstu dagana í sept. Ég trúi engu þessa dagana og bíð bara og sé hvað gerist. Varð samt allt í einu afskaplega þreytt á biðinni og get ekki hlakkað til neins í augnablikinu. Vildi bara að þetta færi að taka enda svo það sé hægt að fara að hugsa um eitthvað annað. Það eru allavega tvær vikur til næstu upplýsinga og það eina sem það mun gera er að færa okkur hænufet nær okkar tíma. Ég er sem sagt í þunglyndi núna og ég vil ekki heyra setningar eins og "þinn tími mun koma" og "þolinmæðin þrautir vinnur allar" og allt það kjaftæði. Ég ætla að gubba á þann næsta sem segir þetta við mig og hana nú.

05 október 2006

Bjartsýnisspár?

Ég setti dagsetningarnar upp í excel til að sjá hvernig þetta liti allt út. Það er alveg sama hvernig ég reyni að skoða þetta þetta, ég fæ bara ekki neitt til að færast framar en febrúar í fyrsta lagi.

Slúðrið er allt frá því að segja að nú sé eitthvað að gerast og allt fari að taka stökk upp í að þetta muni taka 24 mánuði eða lengur. Alveg óþolandi. Og CCAA virðist aldrei segja það sama í tveimur löndum í röð, þannig að ekki er hægt að hengja sig á þær litlu upplýsingar sem þeir gefa frá sér. Claude hinn kanadíski segir að umboðið sitt sé enn með einhverja ofurbjartsýni og þeir halda fast í að hann muni fá sínar upplýsingar í lok árs 2006, eða nálægt þeim áramótum (held hann sé með 11 nóv). Hann segir líka að vinafólk sitt sé með LID í okt (8eða10) og þar hafði umboðið þeirra samband og bað það að fara að undirbúa sig undir ferðina til Kína. Þetta er sex vikna kúrs um lifnaðarhætti í Kína og umönnun barna. Og þetta verður að gerast áður en þau fara til Kína. Hmm veit einhver eitthvað meira en við hin?

En ef tíminn á ekki að halda áfram að lengjast þá verður eitthvað að fara að gerast. Mér skilst líka á slúðrinu að það ekki sé neitt á döfinni að setja frekari aðgangstakmarkanir. Einhleypir verða áfram með sama kvóta 8% og svo framvegis. Enda varla hægt að minnka þann kvóta nema taka hann alveg af, 8% er nú ekki há tala.

Hér í gamla daga (á tímum SARS) þá var settur kvóti. Þar sem þeir vilja ekki setja neinn kvóta núna er það ekki ábending um að þeir telji sig fara að geta ráðið við það sem kemur? Eða hvað? Ég er alveg frústereruð þessa dagana.

01 október 2006

Linkur á video

Hér er linkur á video sem sýnir að hluta til hina hliðina á biðinni. Á meðan okkar tími líður svo hægt að við erum að fara yfir um, þá er kona í Kína að kveðja barnið sitt og fyrir henni hlýtur tíminn að þjóta áfram. Eins og einhver kona sagði, okkar bið tekur enda að lokum (vonandi) meðan hennar heldur áfram því hún hefur enga burði til að fylgjast með barninu sem hún er að kveðja. Hvort það eignast foreldra, fer í skóla og verður hamingjusamt. Úff verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugsað málin frá þeirri hlið áður. Passið ykkur samt á videóinu það er ekki fyrir grátklökka því það er hætta á að tárin stökkvi fram við að skoða þetta:
http://www.youtube.com/watch?v=jGEPjFfP5TQ&eurl=-