Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

31 janúar 2008

Fleiri sem staðfesta 27 des

Eitt umboð í Kanada hefur einnig staðfest að cutoff sé 27 des. Oh þetta er ferlegt. Við í hópi 16 vorum líka með cutoff þar sem ekki var vitað fyrr en á síðustu stundu hvort við værum með eða ekki. Þannig að nú hlýtur fjandans rússíbaninn að vera á hraðri leið upp hjá fólkinu í hópi 17.

30 janúar 2008

27 des inni?

OK nú er þetta að verða spennandi. Kanarnir segja að það sé ekkert á hreinu ennþá. Það sé ekki búið að breyta þessu blessaða boxi sem bara umboðin hafa nú aðgang að (á heimasíðunni). Hinsvegar er eitt franskt umboð búið að hringja í verðandi foreldra með LID 27 des.... það er okkar hópur. Þetta fer því að verða illilega spennandi og nú er bara að krossa allt sem hægt er að krossa!

Upplýsingar á leiðinni

Það er komið að þeim tíma mánaðarins. Já, akkúrat þessum frábæra tíma þar sem fólk verður annað hvort í skýjunum eða gjörsamlega niðurbrotið. Það er enn ekki alveg ljóst hversu langt þeir munu ná í þessum mánuði og eru menn að tala um allt frá 1 degi upp í rosa marga (enginn vill gefa lokadagsetningu ennþá). Við vonum náttúrulega af öllu hjarta að þeir klári til og með 27 des 2005 því þá nær hópur 17 inn. Þetta kemur vonandi í ljós í síðasta lagi á föstudag.

16 janúar 2008

Nýjar tölur

Það eru komnar nýjar tölur hjá RQ um fjölda barna ættleiddra frá Kína á ári. Áhugaverðar tölur. Ég ætla að setja þær inn hér en nenni því ekki í kvöld, set þær inn á morgun. Endilega kíkið á þær og skoðið hvernig þær líta út. Þetta eru ekki slúður tölur heldur fékk hún þær sendar frá áreiðanlegri heimild sem hún auðvitað gefur ekki upp. Hún er komin með alveg rosa góðan aðgang að upplýsingum því þetta lið veit að það er hægt að treysta henni til að þegja yfir öllu.

13 janúar 2008

2009?

Það er eitthvað skrítið á ferðinni þegar stóru umboðin í ameríkunni keppast við að senda út bréf til fólks í bið þar sem þau lofa að allt fari að batna 2009! Hvað með árið 2008? Verður það sem sagt sama hægagangs árið? Og hvernig vita þessi umboð að það standi allt til bóta árið 2009, sérstaklega þar sem mánuður eitt á árinu 2008 er ekki hálfnaður? Ekki er vitað til þess að CCAA hafi sent út neitt því lútandi. Hinsvegar ef þetta er satt þá styður það kenninguna um að ólympíuleikarnir hægi á öllu. Það er hinsvegar búið að marg segja að þeir komi ekki til með að breyta neinu varðandi ferlið, ccaa muni áfram fara yfir og svara umsóknum. Hinsvegar muni ferðir líklegast stoppa rétt á meðan á leikunum stendur. Hmmmm

Ein sænsk fréttastöð var með frétt um að bið eftir barni frá Kína væri nú fjögur ár!

09 janúar 2008

Hvað er að gerast????

Það er eitthvað mikið að gerast en hvað það er???? Þetta er nýjasta tilkynningin á síðunni hjá CCAA

Það er ekki hægt að skilja þetta nema á einn veg.... ekki á lengur að birta mánaðarlegar upplýsingar, en hvers vegna? Verður þetta virkilega auðveldara þegar fólk fær ekki að vita neitt og veit ekkert hver staðan er?

Þetta er MJÖG skrítið!!!

Tónlist fyrir verðandi mæður í Húbei

Jájá alltaf er maður að missa af einhverju. Þarna voru haldnir tónleikar fyrir verðandi mæður til þess að örva ungana í móðurkviði. Ekki var mér boðið upp á svona meðan ég beið Natalíu minnar en hún er einmitt ættuð frá Húbei:

A concert for mothers-to-be was staged in Hubei province on January 5, drawing over 700 expectant mothers for a fetus education class on music.
The concert, titled "The Golden Rhythm", featured many classical pieces that catered to prenatal training. The concert, hosted by the local maternal and child care service center, was free to pregnant women in the province.

07 janúar 2008

Fáar umsóknir

Það virðist vera að óvenju fáar umsóknir hafa verið afgreiddar að þessu sinni. Um var að ræða dagana frá 15-19 des eða 5 daga en fáar umsóknir virðast vera þessa daga. Þarna er ekki um neinn topp að ræða þannig að það er spurning hvers vegna svo fáar umsóknir voru afgreiddar.

03 janúar 2008

Ekki náðist að klára árið

CCAA var að senda frá sér næstu upplýsingar og ná þær til og með 19. des 2005. Sem sagt ekki náðist að klára árið 2005. Sendi stuðningskveðjur til hóps 17 en ég man hvernig það var að vera í þessum sporum, komin svona nálægt en samt svona langt frá...