Upplýsingar á leiðinni
Það er komið að þeim tíma mánaðarins. Já, akkúrat þessum frábæra tíma þar sem fólk verður annað hvort í skýjunum eða gjörsamlega niðurbrotið. Það er enn ekki alveg ljóst hversu langt þeir munu ná í þessum mánuði og eru menn að tala um allt frá 1 degi upp í rosa marga (enginn vill gefa lokadagsetningu ennþá). Við vonum náttúrulega af öllu hjarta að þeir klári til og með 27 des 2005 því þá nær hópur 17 inn. Þetta kemur vonandi í ljós í síðasta lagi á föstudag.
<< Home