Ekkert nýtt að frétta
Það er ekkert nýtt að gerast. Staðan er sú sama og áður: Nokkrir segja að í október fari hlutirnir að snúast við aftur og biðin hætti að lengjast (ég þarf að sjá það til þess að trúa því). Aðrir segja að biðin sé ekki að minnka og komi til með að fara upp í 24 mánuði. Einhverjir segja að næstu upplýsingar muni ná til 24 ágúst meðan aðrir segja að það muni ná fram í fyrstu dagana í sept. Ég trúi engu þessa dagana og bíð bara og sé hvað gerist. Varð samt allt í einu afskaplega þreytt á biðinni og get ekki hlakkað til neins í augnablikinu. Vildi bara að þetta færi að taka enda svo það sé hægt að fara að hugsa um eitthvað annað. Það eru allavega tvær vikur til næstu upplýsinga og það eina sem það mun gera er að færa okkur hænufet nær okkar tíma. Ég er sem sagt í þunglyndi núna og ég vil ekki heyra setningar eins og "þinn tími mun koma" og "þolinmæðin þrautir vinnur allar" og allt það kjaftæði. Ég ætla að gubba á þann næsta sem segir þetta við mig og hana nú.
<< Home