Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

22 september 2006

Rússíbaninn er kominn á fullt

Þá eru mánaðarlegar ferðir rússíbanans hafnar. Í gær fórum við hægt og hægt upp og í dag er það hvissandi ferð niður... eitt umboð lét skjólstæðinga sína vita af því í gær að ekki væri von á upplýsingum fyrr en en um miðjan okt. Það er opinbert frí í Kína fyrstu vikuna í okt og þetta umboð heldur því sem sagt fram að ekki verði neitt sent út fyrr en eftir þetta frí. Það er hinsvegar soldið á skjön við það sem Kína gerir oftast því þeir hafa haft fyrir sið að senda allt út og fara svo í frí. Á kommentakerfi RQ var fólk að spá í því hvort þetta tiltekna umboð væri kannski það sem þeir kalla "subagency" en það virkar þannig að viðkomandi umboð hefur ekki leyfi til að sinna ættleiðingum frá Kína og verður að fara í gegnum annað umboð. Þá fara upplýsingingarnar fyrst til þessa aðalaumboðs áður en þær berast þessu undir umboði og þá um leið tefst náttúrulega ferillinn. Ég vil trúa að þetta sé málið og þess vegna var þessi niðurleið í rússíbananum bara svona stutt braut og hann er á leið upp aftur...