Barnsrán
Fjölmiðlar í Uk og USA fóru mikinn í gær og fjölluðu um meint barnsrán, þ.e.a.s. börnum sem er rænt í Kína og þau seld til annarra og jafnvel í erlendar ættleiðingar. Hér er linkur inn á eina fréttastofuna. Þetta eru ljótar fréttir og skelfilegt að lesa þetta. Mér skilst að fjölmiðlar í Bretlandi hafi farið hamförum í gær yfir þessu og farið sérstaklega inn á "sum þessara barna gætu hafa verið ættleidd til Vesturlanda". Hinsvegar er fólk nokkuð smmála að hér sé um að ræða fréttamann sem vill fá sínar 15 mínútur af frægð hvað sem það kostar og hann sé því að blása upp efni sem vissulega er þarft að fjalla um en þyrfti að gera á mildari hátt. Hann fjallar aðallega um að drengjum sé rænt og selt til fólks sem vilji eignast drengi. Þetta er eitthvað sem hefur verið stundað um aldir í Kína og meðan þessi einstefnubarns regla er í gildi þá verður þetta því miður alltaf til staðar. Kínverjar eru hinsvegar mjög vakandi fyrir þessu og reyna að stoppa það með öllum ráðum samanber Hunan málið en þaðan er rétt byrjað að ættleiða aftur eftir að upp komst um svona mál þar síðasta haust.
<< Home