Smá tölulegar pælingar
Ég rakst á þessar pælingar á netinu. Þetta er frá evróvsku umboði og ég held að það sé norskt. Í síðustu upplýsingum til þeirra komu nokkrir drengir og þeir benda því fólki á að búa sig undir að það geti allt eins verið að það komi drengur. Þeir segja þó að það hafi aldrei komið fyrir að einhleyp kona hafi fengið dreng, eina skiptið sem einhleypingur hafi fengið dreng hafi verið einhleypur karlmaður (ath.vert, hafa einhleypir karlar sótt um frá Íslandi??). Síðan koma þeir með smá tölulegar upplýsingar um aldur barnanna sem hafa komið á þessu ári:
Um það bil 50 börn hafa komið til þeirra á þessu ári: þar af hafa um það bil 5 börn verið nálægt 2 ára (23 og 24 mánaða). Af þessum 5 börnum voru 2 drengir. Þeir segja að eldri börnin fari yfirleitt til eldri foreldra og með eldri foreldrum þá benda þeir á foreldra þar sem báðir aðilar eru nálægt fimmtugu.
15 af þessum 50 börnum voru á milli 8-12 mánaða þegar þau komu til landsins og restin (umþað bil 30 börn) voru á milli 13-20 mánaða. Meðalaldur þessara 50 barna var um 15 mánuðir.
Þeir segja einnig að það virðist vera tilhneigin til þess að drengir sem koma frá Kína séu oft einhverjum mánuðum eldri en stúlkubörnin.
Þeir ljúka þessari umræðu með því að segja að þeir telji ekki rétt að það fari að koma yngri börn eftir því sem biðtíminn eykst. Þvert á móti séu meiri líkur á að börnin verði eldri því yngri börnin séu ættleidd heima fyrir. Annað sem gæti haft áhrif á þetta sé að nú séu komin inn fleiri heimili sem ekki hafi áður tekið þátt í erlendum ættleiðingum og þar séu oft eldri börn.
Skemmtilegar pælingar. Auðvitað er maður alltaf að spá í aldurinn, allavega þá geri ég það ;)
Um það bil 50 börn hafa komið til þeirra á þessu ári: þar af hafa um það bil 5 börn verið nálægt 2 ára (23 og 24 mánaða). Af þessum 5 börnum voru 2 drengir. Þeir segja að eldri börnin fari yfirleitt til eldri foreldra og með eldri foreldrum þá benda þeir á foreldra þar sem báðir aðilar eru nálægt fimmtugu.
15 af þessum 50 börnum voru á milli 8-12 mánaða þegar þau komu til landsins og restin (umþað bil 30 börn) voru á milli 13-20 mánaða. Meðalaldur þessara 50 barna var um 15 mánuðir.
Þeir segja einnig að það virðist vera tilhneigin til þess að drengir sem koma frá Kína séu oft einhverjum mánuðum eldri en stúlkubörnin.
Þeir ljúka þessari umræðu með því að segja að þeir telji ekki rétt að það fari að koma yngri börn eftir því sem biðtíminn eykst. Þvert á móti séu meiri líkur á að börnin verði eldri því yngri börnin séu ættleidd heima fyrir. Annað sem gæti haft áhrif á þetta sé að nú séu komin inn fleiri heimili sem ekki hafi áður tekið þátt í erlendum ættleiðingum og þar séu oft eldri börn.
Skemmtilegar pælingar. Auðvitað er maður alltaf að spá í aldurinn, allavega þá geri ég það ;)
<< Home