Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

30 ágúst 2006

Af hverju kom ekkert slúður?

Það virðist sem CCAA hafi tekið fyrir "lekann" hjá sér. Það var víst orðið mjög mikið um að ættleiðingarskrifstofur hringdu og vildu fá nánari upplýsingar um ákveðin atriði og þar á meðal um orðróminn um að það væru að koma nýjar reglur. Sömu spurningarnar voru að koma frá mörgum þessara skrifstofa. þannig að nú á ekkert að leka út nema það sem "á að" leka út. Sem er auðvitað fínt mál því þá þarf ekki að vera að ergja sig á einhverju sem er svo barasta hreinasta bull. Einhver hafði samt heyrt að í bígerð væri að það kæmu margir dagar í næstu upplýsingum og CCAA muni segja að þeir hafi getað afkastað svo miklu meira af því þeir hafi ekki þurft að hafa fleiri manns í símanum við að svara spurningum sem þeir gætu hvort eð er ekki svarað. Væri það ekki bara skemmtilegt ef það væri satt? hehe hljómar ágætlega finnst mér...

Aníveis, biðin er nú opinberlega orðin 13-14 mánuðir. Því þeir sem eru með LID 23júlí til dagsins í dag hafa beðið rúma 13 mánuði og verða því búnir að bíða 14 mánuði ef upplýsingar koma á svipuðum tíma næst eins og þær hafa verið að gera hingað til. Það er því eins gott að fara bara að búa sig undir vorferð í Kína.Ú-la-la ég hef heyrt að það sé svo fallegt á vorin í Kína. Garðarnir séu stórkostlegir og trén full af blómum.