Glænýtt slúður
Ég heyrði eitt glænýtt slúður í morgun og ég fer því brosandi inn í þessa viku. Það er frá gaur sem heitir Claude. Hann fór í frí í síðustu viku og hitti þar konu sem er stjórnandi eins af stóru ættleiðingarumboðunum í USA (Claude er frá Kanada).Það var vika síðan þessi kona kom frá Kína þar sem hún var að sækja sína þriðju dóttur og óhjákvæmlega tóku þau tal saman og oftar en einu sinni þessa viku. Nema hvað. Þessi kona (sem er stjórnandi eins ættleiðingarumboðs- best að leggja áherslu á það) fullyrðir að málin fari að hrökkva í samt lag og það fari að koma að því að þeir nái að afgreiða á innan við 12 mánuðum. Grúbban sem ég er í setti Claude á grillið og vildi fá að vita hvað nákvæmlega þetta þýddi. Hvort það þýddi innan tveggja-þriggja mánaða, eða fyrr eða síðar. Hann sagði það ekki hafa verið ljóst en konan hefði verið mjög örugg með sig og það sem hún hafði að segja. Mér finnst þetta óheyrilega skemmtilegar fréttir og vona að þetta gerist sem FYRST!!!
Annað sem er gleðilegt er að þeir sem fengu upplýsingar síðast eru að fá ferðaleyfin mun fljótar en síðsutu hópar. Hjá þeim sem biðu styst eru það 17 dagar. Já segi og skrifa 17 dagar.. það er innan við þrjár vikur í stað 6-8 eins og alltaf er talað um. Ef þeir geta sent ferðaleyfin svona hratt af stað þá geta þeir líka flýtt hinu ekki satt?
Síðan er slúðrið enn á fullu um þessar nýju takmarkanir sem ku vera í bígerð og það er aftur komið af stað að það verði settar enn frekari hömlur á ættleiðingar fyrir einhleypa. Þeim er ráðlagt að reyna að koma pappírunum sínum inn fyrir áramót ef það er nokkur kostur. Síðast þegar settar voru hömlur á einhleypa var 2001 og þá máttu þau ekki sækja um í einhverja mánuði eftir að hömlurnar voru settar á.
Þetta er samt allt slúður svona ennþá...
Annað sem er gleðilegt er að þeir sem fengu upplýsingar síðast eru að fá ferðaleyfin mun fljótar en síðsutu hópar. Hjá þeim sem biðu styst eru það 17 dagar. Já segi og skrifa 17 dagar.. það er innan við þrjár vikur í stað 6-8 eins og alltaf er talað um. Ef þeir geta sent ferðaleyfin svona hratt af stað þá geta þeir líka flýtt hinu ekki satt?
Síðan er slúðrið enn á fullu um þessar nýju takmarkanir sem ku vera í bígerð og það er aftur komið af stað að það verði settar enn frekari hömlur á ættleiðingar fyrir einhleypa. Þeim er ráðlagt að reyna að koma pappírunum sínum inn fyrir áramót ef það er nokkur kostur. Síðast þegar settar voru hömlur á einhleypa var 2001 og þá máttu þau ekki sækja um í einhverja mánuði eftir að hömlurnar voru settar á.
Þetta er samt allt slúður svona ennþá...
<< Home