Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

10 ágúst 2006

Lítið slúður

Ó það er fyndið að lesa yfir það sem RQ setti upp í gær. Það er greinilegt að umboðin vita ekkert í sinn haus.. hér er smá dæmi um slíkt:
*************
Umboð A lætur vita að það reikni með að biðin eigi eftir að lengjast vegna þess að það séu svo margir sem snúa sér til Kína vegna þess hve erfitt er að ættleiða frá öðrum löndum. Sama umboð segir fólki með LID seint í október að það fái sínar upplýsingar í nóvember eða fyrr.
Umboð B telur að biðin eigi eftir að styttast vegna þess að fólk hætti við að ættleiða frá Kína út af langri bið í dag eða snúi sér að SN ættleiðingum (special need).
Umboð C sem sagði fyrir nokkrum mánuðum að ágúst LID mundu ekki fá upplýsingar á þessu ári segir í dag að þau muni fá upplýsingar í sept eða okt.
Umboð D heldur fast við að biðtími eigi eftir að lengjast í 16-18 mánuði.
Umboð E segir að biðin komi til með að vera stöðug um 12-13 mánuðir því CCAA muni ráða fleira fólk osfrv.
Umboð F er sammála og segir biðina fara að hámarki í 14 mánuði en muni líklega vera í kringum 12-13 mánuði.
Umboð G segist ekki reikna með að biðin fari yfir 14 mánuði.
Umboð H telur að LID seint í ágúst og snemma í sept muni fá upplýsingar í Nóv.
Umboð I telur að LID seint í ágúst muni fá upplýsingar í November eða snemma í des.
Sama umboð telur að LID seint í ágúst fái upplýsingar seint í okt. Sama umboð telur að fólk með LID seint í janúar fái upplýsingar í júní eða júlí.
Umboð J telur að LID í feb komi til með að bíða í 18 mánuði
Umboð K telur að Jan LID muni bíða í 14 mánuði
Umboð L telur að janúar LID fái upplýsingar í mars, segir að ferillinn fari að hraða sér eftir að flutningum sé alveg lokið að fullu
Umboð M telur að LID seint í sept fái upplýsingar í janúar og ef hlautirnir breytast eitthvað þá í allra fyrsta lagi í Nóv.
Umboð N telur að LID um miðjan sept fái upplýsingar í sept.
***************

Þetta er nú eiginlega mjög fyndið. Heyrði af einni konu í gær sem talaði við sitt umboð og þeir sögðu að biðin yrði svona 12-13 mánuðir og sögðu rétt á eftir að hún gæti reiknað með að fá sínar upplýsingar í mánuði X sem reyndust þá vera 16 mánuðir..en ekki 12-13 mánuðir. Og þetta var í sama samtalinu.

Ég er að hugsa um að halda bara áfram að vera bjartsýn og reikna með Janúar fyrir nóvemberhópinn með möguleika á desember. Hvernig hljómar það sem bjartsýnisvonir? Í dag er ég uppfull af bjartsýni og neita að trúa einhverju svartsýnisbulli um 16-18 mánaða bið. Bara hreint út neita svona bulli..nananananan held fyrir eyrun og heyri ekki neitt....