Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

04 ágúst 2006

Það er allt of snemmt til að það sé komið nýtt slúður en... (frh2)

CCAA segja að það séu færri börn til að ættleiða erlendis því miklu fleiri séu farnir að ættleiða innanlands í Kína en flest allar aðrar heimildir benda til að þetta sé ekki satt. Yfirgefin börn séu ekki færri en áður og barnheimilin sé yfirfull af litlum börnum. Ég sá vitnað í eitt barnaheimili þar sem ekki voru færri en 1500 börn en samt hafði það heimili aðeins verið með 40 börn í alþjóðlegri ættleiðingu þetta árið. Og vídeóið sem ég vitnaði í hér um daginn sýndi líka aðra sögu. þar voru komin ný börn í rúm þessara sem voru að fara þegar foreldrarnir komu að skoða barnaheimilið. Bendir ekki alveg til þess að séu færri börn en áður. Því miður. Ég gæti alveg sætt mig við lengri bið ef ég tryði því eitt andartak að ástæðan væri sú að færri börn þyrftu á ættleiðingu að halda en ég held að því miður sé það ekki rétt.