Best að halda áfram
Það skal viðurkennast að ég varð heldur betur súr yfir fréttum síðustu viku, að ekki næðist nema til 13 júlí. Svo pirruð að ég gat ekki einu sinni hugsað mér að setja niður hugsanir mínar um þetta því það hefði samanstaðið af vel völdum blótsyrðum sem ekki er skemmtilegt að lesa á bloggsíðu. Hinsvegar eru nú liðnir nokkrir dagar þannig að best er að standa upp aftur og halda áfram. CCAA hefur ekki uppfært síðuna sína ennþá þannig að enn er möguleiki á að þeir setji eitthvað annað en 13 júlí sem lokadagsetningu en ég geri mér samt grein fyrir því að það er óskhyggja og ekkert annað. Það er ekkert óvenjulegt að þeir uppfæri síðuna seint. Margoft hafa upplýsingar borist nokkrum dögum áður en þeir uppfæra síðuna. Hinsvegar segir sagan að þeir eigi í einhverjum tæknilegum erfiðleikum sem eigi rætur sínar að rekja til nýs hugbúnaðar sem þeir voru að setja upp. Kannast mar nokkuð við svoleiðis..þeir eiga alla mína samúð ef þetta er rétt.
frh þar sem blogger er með stæla
frh þar sem blogger er með stæla
<< Home