Smá samantekt
Ég er komin aftur og þá er bara að skella sér beint í slúðurgírinn. það er eitthvað erfitt að skrifa í bloggerinn og ég verð að setja þetta í tvennu lagi.
- Það er búin að taka smá tíma að renna í gegnum allt það slúður sem hefur myndast á einni viku, reyndar reiknaði ég ekki með svona miklu. Það helsta er auðvitað að loksins eru CCAA fluttir í nýtt húsnæði, það ku vera mikið stærra en þeir voru í áður eða alls tíu hæðir í stað fjögurra áður þannig að þeir ættu að vera betur settir núna. Nokkur umboð hafa fengið tilkynningu um að senda nýjar umsóknir á nýtt heimilisfang en önnur segjast enn senda á gamla heimilisfangið.
- Engar upplýsingar bárust í síðustu viku og slúðrið segir tvennt: annars vegar að ekkert komi fyrr en fyrstu vikuna í ágúst og hinsvegar að upplýsingar komi í þessari viku.
- Það er búið að vera heilmikil histería varðandi LID sem þessar upplýsingar munu ná yfir.
Það ríkti mikil gleði í nokkra daga þegar það barst út að allur júlí kæmi í þessari umferð en sú gleði ríkti ekki lengi því nokkur evróvsk umboð segja að upplýsingar nái einungis til og með 13 júlí.
<< Home