Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

07 júlí 2006

Alltaf skemmtilegt að heyra frá Spáni

Já það er skemmtlegt að fá fréttir frá Spáni, hvort sem það er í formi póstkorta (eru ekki allir hættir að senda svoleiðis??) eða ættleiðingarfréttir. Að venju heyrir Spánn ýmislegt sem önnur lönd heyra ekki eða mun seinna. Það nýjasta er eftirfarandi:
  • Þeir staðhæfa að Nóv sé kominn úr review room
  • Þeir segja CCAA hafa sagt að þeir geri sitt besta til að biðtíminn fari ekki yfir 12 mánuði, en Spánn er þó sannfærðir um að hann eigi eftir að lengjast örlítið og biðja nýtt fólk að búa sig undir 14 mánaða bið frekar heldur en 12 mánuði.
  • Þar sem 10 ára afmæli CCAA er nýliðið er reiknað með að forstöðumaður eins ættleiðingarumboðs á Spáni sem fór á hátíðina hafi einhverjar fréttir varðandi þessi mál er hann kemur heim í næstu viku.
  • Varðandi nýjar reglur um ættleiðingar þá er ekki búið að senda neitt út frá CCAA en þetta spænska umboð staðhæfir að að CCAA sé búið að hafa samband við nokkur umboð og láta vita óformlega um þessar nýu reglugerðir. Þar á meðal virðist vera að þeir leggja meiri áherslu á laun fólks sem sækir um og að þeir leggi meir áherslu á að fólk sé íbúðareigendur. Einnig að þeir verði kröfuharðari varðandi heilsufar. Einhverjar nýjar reglur varðandi einhleypa líka en þær mundu eingöngu hafa áhrif á þær umsóknir sem mundu berast eftir að þessar nýju reglur koma á.
  • Þeir telja einnig að það sé mjög ósennilegt að allur júlí komi næst.