Þessi tími mánaðar
Það er þessi tími mánaðar þar sem ríkir alger deyfð yfir slúðurmálunum. Allir enn að jafna sig eftir síðustu upplýsingar og of snemmt að nýtt slúður fari að komast á loft. Það er allavega vika í að það gerist þannig að við getum verið alveg róleg. Þó kom eitt bréf inn á yahoo grúbbuna sem sagði eftirfarandi: ***Stjórnandinn okkar er kínverskur og fer oft til Kína. Hann segir að það sé ekki rétt að börnum hafi fækkað eins slúðrið hefur verið að undanförnu og að barátta stjórnvalda í Kína að halda dætrunum hjálpi til við að færri stúlkur séu bornar út en áður en það sé þó ekki það mikið að það hafi nein afgerandi áhrif. Hann segir að breytingar sem þessar á menningu taki ekki tvö ár heldur frekar tvær kynslóðir. Hann segir að ástæðan fyrir þessum hægagangi sé mikill fjöldi umsókna***.
Þetta er akkúrat það sem við höfum verið að tauta. Menningarbreytingar taka tíma. Maður breytir ekki hugsunarhætti fólks á einni nóttu og sérstaklega ekki ef það hefur ekki aðgang að upplýsingum eins reyndin er með stór svæði í Kína. Fólkið í borgunum er fyrr að breyta þar sem það hefur aðgang að allt öðruvísi upplýsingum en fólki í fátækari héruðum sem berst fyrir sínu alla daga. Það skiptir ekki um trú á einni nóttu.
Þetta var sem sagt predikun dagsins hehe
Þetta er akkúrat það sem við höfum verið að tauta. Menningarbreytingar taka tíma. Maður breytir ekki hugsunarhætti fólks á einni nóttu og sérstaklega ekki ef það hefur ekki aðgang að upplýsingum eins reyndin er með stór svæði í Kína. Fólkið í borgunum er fyrr að breyta þar sem það hefur aðgang að allt öðruvísi upplýsingum en fólki í fátækari héruðum sem berst fyrir sínu alla daga. Það skiptir ekki um trú á einni nóttu.
Þetta var sem sagt predikun dagsins hehe
<< Home