Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

26 júní 2006

Bloggskrif

Það er skrítið hvað það er erfitt að skrifa fyrst eftir að upplýsingar koma frá Kína. Það hefur náttúrulega eitthvað með það að gera að það eru hátt í fjórar vikur til næstu upplýsinga þannig að það er kannski ekki eins aðkallandi. Ég á eftir að setja upp spá og ætla núna að gera tvöfalda en ég gerði það ekki síðast af því þá reyndist bjrtsýnisspáin mín vera svo dimm að ég gat ekki gert neina verri hehe. Núna ætla ég að prufa að velta þessu upp í tvennu lagi og kannsi reyna að ná fram í mars af því það eru það margir hópar eftir áramót.

RQ vitnar í einhhverjar breytingar á reglum í Frakklandi um að þeir ætli að fara að auka innlendar ættleiðingar í Frakklandi og minnka ættleiðingar frá Kína vegna þess að Kína hafi sagt þeim að þeir ætli sér að ættleiða bara 5000 börn úr landi. Ég legg engann trúnað á þetta því tölfræðilega stenst þetta ekki. Það sem ég trúi ekki er sem sagt þessi 5000 barna tala því ef hún er rétt þá er furðulegt að ekki sé búið að setja upp kvóta. Og afhverju tel ég það? Jú Kínverjar hafa sagt að þeir séu að fá um 2000 umsóknir á mánuði sem gerir þá 24.000 umsóknir árlega (plús mínus einhver þúsund) og ef þeir ætla að leyfa 5000 úr landi ári þá eru 19.000 umfram á ári sem þýðir þá væntanlega að árið á eftir eru aftur ættleidd 5000 börn sem þýðir að þá eru eftir 14.000 umsóknir frá fyrra ári + 20.000 á nýju ári. Það sér hver heilvita maður að þetta stenst engan veginn. Bara ekki fræðilegur miðað við forsendur dagsins í dag. þannig að ég kýs að líta á þetta sem enn eina af þessum fréttum sem fljóta um í þessu limbói okkar. Að vísu sá ég komment frá Frakka sem segir að þeir hafi verið að opna nýjtt ættleiðingarumboð í frakklandi því þar hafi verið svo löng bið fyrir væntanlega foreldra því þau ættleiðingarumboð sem hafi verið fyrir hafi ekki ráðið við eftirspurnina. Held að einhver misskilningur hafi orðið á fréttaflutningi en við þekkjum það nú bara héðan af klakanum líka að fréttamenn eiga það til að misskilja ótrúlegustu hluti.

Er þessi skrif algjörlega óskiljanleg hjá mér? hehe ég held ég skilji ekki einu sinni sjálf það sem ég var að skrifa ;)