Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

12 júlí 2006

Fiðrildavængir

Suma daga les maður slúðrið og fær svona fiðrildavængi í magann. Það gerðist í morgun. Ég er með fullt af fiðrildum í maganum núna. Ástæðan er þetta slúður hér:
CCAA er enn að vísitera löndin (voru hér á landi í apríl) og eru núna í Ástralíu. Nema... einhver úr CCAA liðinu sagði tveimur fjölskyldum með LID seint í nóvember að þau þyrftu að bíða fjóra mánuði í viðbót. HVAÐ???? Oh mæ god hvað þýðir það? Jú það þýðir að við ættum að vera í okt eða nóv. Getur það verið? Ég veit að það er ekki mjög raunsætt en það stoppar ekki fiðrildin í maganum... hins vegar til að fá upplýsingar í okt þá þyrftu þeir að afgreiða 37,5 daga á mánuði og til að fá í Nóvember þyrftu þeir að afgreiða 30 daga. Síðast afgreiddu þeir 13 daga og þar áður 9 daga. En munið eftir slúðrinu með gæjann þarna í Texas eða hvar það nú var sem var sagt að með LID 12 des skyldi hann búast við upplýsingum í desember eða janúar. Ohhhhhhhhhh þetta heitir að fá vonirnar UPP!!!!

Svo er enn verið að spá og pæla í flutningum CCAA og það veit enginn neitt en þeir eru alla vega ekki fluttir enn.

Varðandi Nóvember úr review room þá eru þeir enn að biðja fólk um upplýsingar. Spurning hvort þeir séu svona lengi með Nóv þar sem hann er stór í sniðum?

En einbeitum okkur að fyrsta slúðrinu... er að hugsa um að gera það sem er í tísku núna hjá ameríkönunum: að skrifa niður á miða og lesa upphátt með sannfæringarkrafti 5 sinnum í röð að minnska kosti þrisvar yfir daginn. Og hvað ætla ég að skrifa og þruma með öllum mínum nornarkröftum? Jú nákvæmlega þetta: Ég fæ upplýsingar frá CCAA kringum 20. nóvember 2006... lesist 5 sinnum í röð alls þrisvar eða oftar yfir daginn.. og allir saman nú... (það er að segja sem vilja fá upplýsingar þá.. ég reikna ekki með að hópur 15 vilji sínar þá hehe)

Eins og þið sjáið af ofanskrifuðu þá missti ég mig í fiðrildavængjunum því ég varð svo svakalega vongóð..... hef ekki verið svona vongóð LENGI... ég á ekki eftir að geta unnið í dag hehe