Samantekt 2
Seinni hluti:
- Heilmikið slúður frá Ástralíu þar sem CCAAA var síðast. Þar eru engin prívat umboð heldur eingöngu ættleiðingarumboð á vegum stjórnvalda. Eftir fundinn með CCAA sendi eitt umboðið (kannski er bara eitt ég er ekki viss) út upplýsingar til sinna skjólstæðinga. Þar fullyrða þeir að CCAA hafi sagt að bið eftir upplýsingum komi til með að fara upp í 18 mánuði. Jamm það er rétt.. 18 MÁNUÐI!!! Eins og staðan er í dag er biðin hjá þeim sem hafa beðið lengst rétt tæpir 13 mánuðir. Það virðist því ekki vera neitt órökrétt að reikna með að þetta haldi áfram að lengjast aðeins bara spurning hversu hratt það gerist og hvort það fari nokkuð yfir 18 mánuði!!!
- Eitt stóra umboðið í USA hefur sent skjólstæðingum sínum langt bréf byggt á nýafstaðinni heimsókn til Kína. Þeir fullyrða að CCAA hafi sagt (eftir að hafa verið spurðir margsinnis) að þeir geti ekki sagt neitt um biðina því þeir geti ekki spáð neinu um hana! Þetta umboð segist líka að það hafi ferðast um Kína og skoðað barnaheimili og orðið fyrir algeru sjokki. Á einu barnaheimilinu voru t.d. um 1500 börn og þetta sama barnaheimili sendir aðeins pappíra fyrir um 36 börn á ári til ættleiðinga erlendis. Þeir segja einnig að færri en einn þriðji af öllum barnaheimilunum í Kína taki þátt í erlendum ættleiðingum.
<< Home