Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

30 júlí 2006

Video

Ég rakst á video um daginn sem mér fannst alveg skelfilegt, ókey skelfilegt er kannski ekki rétta orðið, betra að segja afskaplega sorglegt. Það er tekið núna í maí á einu barnaheimili þar sem einn hópur er að sækja börnin sín. Í herberginu er fjöldi rúma og börnin eru 47, allt ungabörn. Það eru strax komin börn í rúmin sem voru að losna. Þetta er í suðurhluta Kína og þar er hefðin sú að fólk sefur á mjög hörðu undirlagi og á myndinni eru börnin ekki með neinar dýnur heldur eingöngu fjalirnar í rúminu. Mér fannst þetta skelfileg sýn en þetta er auðvitað menningarmismunur því hér er þetta ekki svona og þetta er alls ekki svona í öllu Kína. Ég get sent slóðina að þessu ef þið sendið mér netfangið ykkar en ég vil ekki birta hana hér því þetta er einkasíða einhvers manns og mér finnst hallærislegt að birta slóðina á opnu bloggi.