Smá vangaveltur
Ég var búin að setja þetta í kommentin en ákvað að setja þetta sem sér færslu líka. Ég nefnilega fattaði allt í einu af hverju þeir segja að þeir sem hafa LID seint í júlí fái upplýsingar í september. Þeir eru að byggja á reynslu undanfarinna mánuða þar sem það hefur ekki enn farið upp fyrir 15 daga upplýsingamagn í einu. Ef CCAA heldur sig við 15 daga þá ná næstu upplýsingar til 28 júlí og þá eru þrír dagar eftir af júlí = þeir sem eru með LID seint í júlí fá upplýsingar í sept. Ég er ekki að segja að þetta verði svona en ég skil logíkina hjá þeim. Þeir eru bara að gera það sama og við, að reyna að finna eitthvað kerfi.
<< Home