Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

17 ágúst 2006

Rússíbaninn kominn á fullt....

Welcome..velkomin...welcome...Þá er allt komið á fullt sving. Við þjótum upp og niður aftur eins hratt og hægt er. Gaman, gaman...

Nýjasta nýtt er að CCAA sé að reyna að ná upp hraða og þeir stefni að því að birta allan ágúst núna..haha.. þið verðið að viðurkenna að þetta er soldið skemmtilegt..ha? hehe Auðvitað eru bara oggu oggu pínu ponsu litlar líkur en það er gaman að láta sig dreyma í nokkra klukkutíma.. uuuuuuppppppppppp fer rússíbaninn...
Þetta er sérstaklega skemmtilegt slúður í ljósi þess að það eru bara nokkrir klukkutímar síðan usa grét yfir listanum sem ég setti hér fyrr í morgun.

Annað sem er komið á fullt skrið aftur er að reglunum verði breytt í haust. Sum umboðin er svo viss um þetta að þau hafa sent tilvonandi foreldrum bréf og beðið þau að hraða umsóknum sínum eins og hægt er svo þær séu komnar inn í kerfið þegar breytingarnar taka gildi. Það er víst einhver hefð fyrir að breytingar (ef þær verða) séu tilkynntar í nóvember og þær taki síðan gildi í janúar árið eftir. Misjafnt er hvað er talið að verði innifalið í breytingunum en nú rís það fjöllum hærra að þeir stefni að því að lækka hámarksaldurinn til þess að minnka fjölda umsókna. Eins og er þá er hann 55 ára en þeir ku vera að stefna að því að hafa hann sambærilegan við Kóreu en þar segir sagan að hann sé 45 ár. Ég hef ekki hugmynd hvort þetta er satt en set þetta bara svona með svo þið sjáið að nú er allt komið á fullt.