Tölur og númer
Hér eru smá hugleiðignar um tölur og númer. Í Kína hafa menn ofurtrú á tölum. Þannig eru sumar tölur taldar vera happatölur meðan aðrar tölur eru bara alls ekki happa. Sumar mjög jákvæðar og aðrar mjög neikvæðar. Ég ætla rétt að vona að fólkið í CCAA sem skoðar umsóknina okkar Skakka sé ekki hjátrúarfullt á þessar tölur því afmælisdagur hans og afmælisár sem hann er ofsalega ánægður með er svo gjörsamlega ekki góðar tölur í Kína hehe eins gott að þessar tölur eiga ekki við hér á okkar heita landi:
Þannig eru tölurnar 1,6,8,9 mjög vinsælar: tölurnar 6,8,9 eru bornar fram á svipaðan hátt og nokkur orð sem hafa jákvæða merkingu: 6 er sama og auðveld og góð þróun/þroski, 8 stendur fyrir ríkur eða að verða ríkur, 9 merkir að eilífu (þess vegna gefa margir strákar draumastúlkunum sínum 9 eða 99 eða jafnvel 999 rósir). Mikið af fólki gifti sig árið 1999.
1 er yfirleitt borið fram sem "yi" en margir í norðanverðu Kína bera það einnig fram sem "Yao" sem hefur sömu merkingu og að geta, vilja eða ætla. Margt viðskiptafólk óskar eftir að símanúmer þeirra innihaldi 1 og 8 af því það merkir að þeir geti eignast mikil auðævi.
Þá eru það óhappatölurnar. Við vesturlandabúarnir erum með töluna 13 en í Kína er það aðeins flóknara en svo. 4 hljómar t.d. svipað og orðið dauði; 7 svipað og reiði, móðgun eða yfirgangssemi. Þessar tölur eru því óvinsælastar af öllum.
Neikvæðu tölurnar geta þó orðið jákvæðar ef þær eru settar með jákvæðum tölum. Þannig verður talan 4 jákvæð þegar hún er sett fyrir framan 8 því þá merkir hún "determined to prosper" eða ákveðin í að dafna.
Mér finst þetta rosa flókið og er dauðfegin að við eigum bara töluna 13 sem að vísu hefur oft verið talin happatala í minni fjölskyldu ;). En það er gaman að skoða þetta og væflast aðeins yfir þessu.
Þannig eru tölurnar 1,6,8,9 mjög vinsælar: tölurnar 6,8,9 eru bornar fram á svipaðan hátt og nokkur orð sem hafa jákvæða merkingu: 6 er sama og auðveld og góð þróun/þroski, 8 stendur fyrir ríkur eða að verða ríkur, 9 merkir að eilífu (þess vegna gefa margir strákar draumastúlkunum sínum 9 eða 99 eða jafnvel 999 rósir). Mikið af fólki gifti sig árið 1999.
1 er yfirleitt borið fram sem "yi" en margir í norðanverðu Kína bera það einnig fram sem "Yao" sem hefur sömu merkingu og að geta, vilja eða ætla. Margt viðskiptafólk óskar eftir að símanúmer þeirra innihaldi 1 og 8 af því það merkir að þeir geti eignast mikil auðævi.
Þá eru það óhappatölurnar. Við vesturlandabúarnir erum með töluna 13 en í Kína er það aðeins flóknara en svo. 4 hljómar t.d. svipað og orðið dauði; 7 svipað og reiði, móðgun eða yfirgangssemi. Þessar tölur eru því óvinsælastar af öllum.
Neikvæðu tölurnar geta þó orðið jákvæðar ef þær eru settar með jákvæðum tölum. Þannig verður talan 4 jákvæð þegar hún er sett fyrir framan 8 því þá merkir hún "determined to prosper" eða ákveðin í að dafna.
Mér finst þetta rosa flókið og er dauðfegin að við eigum bara töluna 13 sem að vísu hefur oft verið talin happatala í minni fjölskyldu ;). En það er gaman að skoða þetta og væflast aðeins yfir þessu.
<< Home