Og biðin heldur áfram
Og jæja, þá er bara að halda áfram að bíða. Biðin heldur áfram að lengjast og verður ekkert auðveldari þó maður ætti að vera farinn að venjast þessu aðeins. Nú eru þeir þremur mánuðum og nokkrum dögum frá okkar LID dagsetningu. Það er hins vegar á hreinu að það mun ekki taka þrjá mánuði að fara yfir þessa þrjá mánuði. Miklu líklegra er að tíminn sé sex-átta mánuðir. Ef það eru sex mánuðir þá fáum við upplýsingar í mars, ef það eru átta mánuðir þá fáum við upplýsingar í maí. Einhverjir ofurbjartsýnir eru að tala um janúar og það væri óskandi en held því miður að það sé ekki raunhæft því þá verða þeir að afgreiða þessa þrjá mánuði á fjórum mánuðum. Ef við horfum á undanfarna mánuði þá tók það fjóra mánuði að afgreiða júlí og þessa nokkra daga af ágúst. Þannig að ég er ekki bjartsýn á að neitt gerist fyrr en næsta vor. Ég er sem sagt í þunglyndiskast þessa dagana!
<< Home