Það heitir alltaf eitthvað!
Nú eru allir búnir að vera í startholunum í nærri hálfan mánuð að bíða eftir upplýsingum. Ágústhópurinn er gjörsamlega að verða viðþolslaus (og við hin líka) en það lítur ekki út fyrir að það komi neinar upplýsingar í október. Í dag er síðasti dagurinn og þegar þetta er skrifað er komin nótt í Kína. Nýjustu upplýsingar fyrir töfinni segja "internal issues". Hvað þýðir það? Hvað í fjandanum þýðir það? Minn ofvirki heili fer á flug þegar hann heyrir svona furðulega, fálmkennda yfirlýsingu. "Internal issues" getur verið allt frá biluðum prentara upp í það að búið sé að reka allt staffið. Það eru einhverjar fréttir í erlendum blöðum um spillingarmál sem verið er að rannsaka meðal háttsettra Pekingbúa. Ég ætla rétt að vona að okkar heittelskaða CCAA sé ekki með inn í þeirri rannsókn oh mæ god. Einhverjir hafa stungið upp á að þeir séu í heilmiklum vandræðum með allan þennan rugling varðandi LID og DTC sem varð í ágúst-sept í fyrra og þeir séu að bíða eftir að geta sent öllum í einu upplýsingar þannig að allir verði sáttir. Mér persónulega finnst þetta allt jafn ótrúverðugar skýringar. TA (ferðaleyfin) hefur líka seinkað fyrir síðasta hóp og einhver stakk upp á því að prentarinn væri bilaður. Það er víst ekkert fyndið því það er víst bara einn prentari sem sér um öll leyfin (það er samt soldið fyndið ef maður pælir í því) og ein kona lenti í því fyrir 4 árum að hún fékk sínar upplýsingar í janúar en TA kom ekki fyrr en í mars því það var verið að skipta um hugbúnað í prentaranum. Ég er sko ekki að reyna að vera fyndin en ég get samt ekki annað en glott pínulítið yfir þessu. Hér eigum við marga prentara á hverju heimili en ... æi ég hætti hér áður en ég fer of langt..... en hvað sem er í gangi þá vona ég að þeir leysi úr þessum "internal issues" sínum eins fljótt og hægt er..í dag sem sagt!
Síðan er það smá útúrdúr með Spán. Í síðustu viku varð upp fótur og fit er fréttist að Spánn væri komið með upplýsingar. Þetta var birt á heimasíðu ríkisumboðsins spænska. Ekkert annað umboð á Spáni sagðist hafa upplýsingar og þegar fyrirspurnir voru sendar til þessa sem birti upplýsingarnar neituðu þeir að svara. Þannig að ég hugsa að þetta hafi bara verið frumhlaup einhvers þar sem stressið hefur fengið að ráða. Eða eitthvað annað.. alla vega hefur engin útskýring fengist á því hvers vegna þeir héldu þessu fram.
Síðan er það smá útúrdúr með Spán. Í síðustu viku varð upp fótur og fit er fréttist að Spánn væri komið með upplýsingar. Þetta var birt á heimasíðu ríkisumboðsins spænska. Ekkert annað umboð á Spáni sagðist hafa upplýsingar og þegar fyrirspurnir voru sendar til þessa sem birti upplýsingarnar neituðu þeir að svara. Þannig að ég hugsa að þetta hafi bara verið frumhlaup einhvers þar sem stressið hefur fengið að ráða. Eða eitthvað annað.. alla vega hefur engin útskýring fengist á því hvers vegna þeir héldu þessu fram.
<< Home