Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

17 október 2006

DTC eða LID

Nýjasta slúðrið hjá RQ hefur heltekið allt liðið. Í ágúst og september 2005 fór eitthvað rugl í gang hjá CCAA (og það er víst staðreynd en ekki slúður) þannig að pappírar sem komu á eftir einhverjum öðrum pappírum fengu LID númer á undan. DTC er dagurinn sem pappírarnir komu til Kína en LID er dagurinn sem þeir voru loggaðir inn. Nú heldur eitt stærsta ameríska umboðið því fram að CCAA ætli að fara eftir DCT dagsetningu en ekki LID til þess að laga þetta. Mér finnst þetta hljóma eitthvað brenglað og hef ekki trú á að þetta sé eitthvað sem kemur til með að hafa áhrif á okkur. Okkar DCT var 1 Nov 2005 en LID var 14 Nov. Held að ef þetta slúður sé rétt þá kannski eigi það bara við þetta tiltekna umboð en það var víst með marga sem lentu í þessum ruglingi. Það eina sem ég óska er að þeir fari bara að klára ágúst og halda svo áfram með september og október áður en ég verð veik á geði!