Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

27 apríl 2007

Hugsanir

Það er verið að búa fólk undir að upplýsingarnar nái bara yfir tvo daga. En gætu þær þá ekki alveg eins náð yfir fjóra daga þar sem 29 og 30 voru helgi og það eru engin LId á þeim dögum (eða mjög, mjög fá). Það væri rosalega upplífgandi að fá fleiri daga en færri þó það þýddi ekki endilega neitt annað en það. Svona andlega virkar það betur hehe

Hinsvegar þá er fólk með allskonar samsæriskenningar í gangi varðandi síðustu upplýsingar. Þetta var óvenju stór hópur, þetta var óvenju lítill hópur, þetta er vegna nýja ársins, þetta er vegna jólanna, þetta er vegna þess að stuttur tími leið milli upplýsinga, þetta er vegna þess að langur tími var milli upplýsinga og svo videre! það veit sem sagt enginn neitt.

Ég las fann hinsvegar skýringar á því hvers vegna þetta er allt svona mikið leyndó. Málið var víst að sum umboð voru með sína eigin kontakta hjá CCAA og þessir aðilar létu sín umboð vita hvenær upplýsingar færu af stað og hver væri lokadagurinn. Allir voða glaðir? Nei, alls ekki... þau umboð sem ekki höfðu svona kontakta fóru í fýlu og eftir stöðugar kvartir til CCAA fengu þeir nóg og sögðu ok þá fær enginn að vita neitt. Og ástæðan fyrir því að upplýsingarnar um lokadag birtast svona seint á heimasíðu CCAA eru þær sömu. Í fyrstu birtu þeir upplýsingarnar um leið og þeir sendu upplýsingarnar. En þá fóru umboðin að kvarta. Fólk fór nefnilega að hringja í umboðin og spyrja afhverju þau hefðu ekki frétt neitt, hvort þau ættu ekki von á upplýsingum, hvar eru mínar upplýsingar??? Og afleiðingin? Jú þessi umboð kvörtuðu við CCAA um að viðskiptavinir væru óþolinmóðir og þetta væri of mikið álag fyrir þá!!!!! (les einhver hæðnina í þessu??) Og afleiðingin var einföld, nú birtast upplýsingar um lokadag ekki fyrr en nokkrum dögum eftir að upplýsingar hafa verið sendar þannig að umboðin hafi tíma til að hringja í þá væntanlegu foreldra sem hlut eiga að máli. Sem sagt að öllum líkindum klúðruðu umboðin þessu sjálf með eilífum kvörtunum og væli og eftir stendur að við reynum að finna upplýsingar á allan þann takmarkaða hátt sem við getum. Læf is not always fair!