Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

26 apríl 2007

Eitt slúður á dag kemur skapinu í lag

Flestir virðast búast við að Kína sendi næstu upplýsingar af stað fyrir 1. maí af því þeir hafa lokað í nokkra daga í kringum þann dag (3 held ég). Ef það er rétt þá er alveg stórskrítið hvað það er enn lítið slúður. Það er eitt umboð búið að láta vita að það sé pakki en þeir vita ekki hvað er í honum, gæti verið upplýsingar (en þeir reikna ekki með því - of snemmt) og gæti verið ferðaleyfi (en þeir eru ekki með neitt í gangi). Mér finnst þetta alltaf jafn furðulegt. Afhverju er ekki hægt að segja við viðkomandi umboð... "við vorum að senda af stað pakka, í honum eru ..." Þetta er svo mikið leyndó að eftir nokkur ár á mér örugglega eftir að finnast þetta fyndið. Eitt umboðið fékk pakka um daginn og eftir mikla spennu... kom pakkinn og innihaldið var... haldið ykkur fast tölvuhugbúnaður. haha afhverju þarf það að vera leyndarmál? Gosh ég er svo innilega ekki inni í þessum leyndarmálaheimi, vil hafa allt uppi á borðum og upplýsingar á hreinu.