ADSL komið aftur en ekki mikið NÝTT slúður
Það var gott að fá viku frí frá þessu öllu og ég var að vona að það hefðu komið upp eitthvað nýtt og skemmtilegt meðan ég var í burtu... as if!
Ég sé að komið hafa upp umræður um að biðin eigi eftir að lengjast í 30 mánuði en það er því miður ekki neitt nýtt slúður. Fyrir hálfu ári eða svo var mikið rætt um að að í lok árs 2007 yrði biðin komin í 24 mánuði og það lítur út fyrir að það verði svo. Sagan segir að það megi reikna með að biðin lengist um tvær vikur í mánuði að meðaltali (síðast lengdist hún um gott betur en það og það má reikna með að það sama gerist næst). Það er nýafstaðinn einhver fundur í USA þar sem kom fram að "paper ready" börn séu ekki nema 400-700 á mánuði og að uppsafnaðar umsóknir séu núna 25.000. Það þýðir að sá sem er loggaður inn núna þarf að bíða eftir að kláraðar séu 25.000 umsóknir áður en kemur að honum. Og ef biðin er núna 18 mánuðir og það bætist við amk hálfur mánuður á mánuði þá er þetta auðveldur reikningur. Ég er hinsvegar hætt að reikna og núna bara bíð ég.
Það er eitt umboð sem hefur sent til skjólstæðinga sinna sem hafa LID 28 okt 05 og 8.nóv 05 að nóvember hópurinn skuli ekki vonast eftir upplýsingum næst. Flestir vona að þeir klári mánuðinn en eru um leið hræddir um að svo verði ekki.
Þetta er svona það helsta á einni viku. Ekkert nýtt í rauninni. Af okkur er það hinsvegar helst að frétta að þann 19nda áttum við 2 ára bið afmæli, þeas þá voru nákvæmlega 2 ár frá því við lögðum inn umsóknina okkar... 24 mánuðir komnir hjá okkur!
Ég sé að komið hafa upp umræður um að biðin eigi eftir að lengjast í 30 mánuði en það er því miður ekki neitt nýtt slúður. Fyrir hálfu ári eða svo var mikið rætt um að að í lok árs 2007 yrði biðin komin í 24 mánuði og það lítur út fyrir að það verði svo. Sagan segir að það megi reikna með að biðin lengist um tvær vikur í mánuði að meðaltali (síðast lengdist hún um gott betur en það og það má reikna með að það sama gerist næst). Það er nýafstaðinn einhver fundur í USA þar sem kom fram að "paper ready" börn séu ekki nema 400-700 á mánuði og að uppsafnaðar umsóknir séu núna 25.000. Það þýðir að sá sem er loggaður inn núna þarf að bíða eftir að kláraðar séu 25.000 umsóknir áður en kemur að honum. Og ef biðin er núna 18 mánuðir og það bætist við amk hálfur mánuður á mánuði þá er þetta auðveldur reikningur. Ég er hinsvegar hætt að reikna og núna bara bíð ég.
Það er eitt umboð sem hefur sent til skjólstæðinga sinna sem hafa LID 28 okt 05 og 8.nóv 05 að nóvember hópurinn skuli ekki vonast eftir upplýsingum næst. Flestir vona að þeir klári mánuðinn en eru um leið hræddir um að svo verði ekki.
Þetta er svona það helsta á einni viku. Ekkert nýtt í rauninni. Af okkur er það hinsvegar helst að frétta að þann 19nda áttum við 2 ára bið afmæli, þeas þá voru nákvæmlega 2 ár frá því við lögðum inn umsóknina okkar... 24 mánuðir komnir hjá okkur!
<< Home