Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

29 maí 2006

Ein ástæða lengingar biðtíma

Ein af ástæðunum fyrir þessum lengda biðtíma hefur verið talin flutningur CCAA í nýtt hús. Það átti að eiga sér stað í apríl. Í dag kom bréf frá Jane Liedtke (hún er með yahoo grúbbu þar sem hún svarar fyrirspurnum um Kínatengd málefni og er búsett í Kína) þar sem hún segir að flutningarnir hafi ekki gengið eins vel og reiknað var með. Þeir séu enn að flytja og rafmagnsmálin hafi verið alveg að ganga frá þeim. Well, mér finnst þetta góðar fréttir þó þær séu ekki góðar fyrir þá. Ef rafmagnsmálin hafa ekki verið í lagi þá þýðir það að tölvurnar hafa náttúrulega ekki verið að virka eins og skyldi...voila og það verður seinkun. Þannig að um leið og þetta kemst í lag þá ætti að komast aðeins skriður á málin (þ.e.a.s. ef þetta er einn hluti seinkunarinnar sem við vitum jú ekkert um).