Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

24 maí 2006

Bjartsýni sem lítur út eins og sverasta svartsýni!

Ég setti upp þessa líka flottu bjartsýnisspá. Leið bara skratti vel og var svona sönglandi með sjálfri mér meðan ég setti þetta upp enda var ég ekkert að skoða það sem ég var að setja upp, heldur bara telja og spá og spegulera. Síðan leit ég yfir niðurstöðurnar og þá féll bjartsýnin til jarðar eins og sprungin blaðra. Þetta er hræðileg spá þannig að ég ákvað að vera ekki að setja upp neina svartsýnisspá líka. Spáið bara í því hvernig hún myndi líta út ef þetta er bjartsýnisspáin. Málið er að júní tekur ábyggilega tvö skipti enn, nema þeir hysji upp um sig og taki smá skurk. Það er samt ekkert óeðlilegt að þeir fari að birta fleiri daga í einu eftir júní og þá er ég smá svartsýn að þeir hoppi upp í fulla mánuði en hver veit svo sem. þannig að ég geri ráð fyrir 21 degi í þessum litlu mánuðum. Síðan kemur Nóvember sem samkvæmt öllum spám er hryllilega stór þannig að ég gef mér að þeir séu að fara yfir hann á fjórum mánuðum rétt eins og þeir eru búnir að vera að gera að undanförnu. Vonandi hef ég samt rangt fyrir mér! Og það er ekki oft sem ég óska þess.














Þetta er ekki skemmtileg spá en því miður er útlitið ekki neitt betra en þetta. Hinsvegar er nýtt slúður á floti sem segir að CCAA ætli að fara birta stöðuspár þannig að ef þeir gera það þá vitum við aðeins meira og getum kannski farið að slá tímann fastann. En þangað til verði þið að notast við þetta...