Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

17 maí 2006

Og þá kom að slæma slúðrinu...

það hlaut að vera. Það er búið að vera svo rólegt og allir svo jákvæðir. Þetta var sem sagt bara þetta fræga logn á undan storminum. Spánn er að gera allt vitlaust.. en það skal þó tekið fram að þetta er bara eitt umboð á Spáni. Hinsvegar segjast Spánverjar reikna með að önnur spænsk umboð fylgi í kjölfarið og komi til með að birta þessa yfirlýsingu líka. Hér er linkur inn á þýdda síðu sem er frá þessu umboði: Þýðing Ef þetta er satt þá eru þetta ömurlegar fréttir. En þetta er auðvitað alls ekki staðfest, þetta er bara eitt umboð að vara sína skjólstæðinga við. Það sem ég er hins vegar að pæla er hversvegna telja þeir sig vita þetta? Afhverju fá þeir svona upplýsingar en ekki aðrir? Ég bara skil þetta ekki alveg...

Úrdráttur:
1. Umsagnir hafa dregist á langinn vegna fjölda umsókna á síðasta ári (2005). 10.000 umsóknir komu fyrir það ár (hvað með þessar 21.000 sem alltaf er við að vitna í??)
2. CCAA getur aðeins afgreitt milli 7-800 á mánuði. Þess vegna hefur hægst á heildarferlinu því það koma um 2000 umsóknir á mánuði.
3. Ef þessu heldur áfram telur CCAA að bið eftir upplýsingum geti farið í 18 mánuði og jafnvel lengur.
4. CCAA vill þó taka fram að þrátt fyrir endurtekinn orðróm um að þeir séu að fara að loka á ættleiðingar þá sé það alls ekki rétt, þeir muni halda áfram bara á lengri tíma en áður.

Hvaða bull er þetta????? hvað með 12 mánuðina sem slúðrið segir að þeir vilji halda??? Og af hverju eru þetta upplýsingar sem Spánverjar eru einir með? Afhverju eru ekki stóru umboðin í USA með þetta ef þetta er rétt?

Eigum við ekki bara að taka þetta sem "worst case scenario"?? Alla vega þangað til við sjáum næstu upplýsingar?

Hinsvegar er eitt sem við vorum að ræða nokkrar í gær. EF og það er EF það er rétt að þeir eru að fá whatever margar umsóknir umfram það sem þeir geta afgreitt þá liggur það í augum uppi að afgreiðslutími umsókna fer framúr 12 mánuðum. það er náttúrulega bara einföld stærðfræði að reikna það út. Ef það eru 21.000 umsóknir á 12 mánaða tímabili en afgreitt bara 13.000 (eða hvaða tölur sem þetta nú eru) þá er það auðsjánlegt að það sem fer umfram ársafgreiðslu hlýtur að bíða lengur en 12 mánuði.

Og ég sem var svo glöð og bjartsýn í morgun. Var næstum hætt við þessa bölsýnisspá okkar 16 hóps að við færum ekki fyrr en í mars.. en samkvæmt þessu...